Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 108
108
IE1MUEIÐIN
Freskó.
Saga eftir Oaida.
[Framh.]
Llandudno lávarður, Milton Ernest, til hr. Hollys, Róm:
»Kæri Hinrik! Eg fór strax hingað eftir ósk yðar. Eg
gat gert mér það til erindis að tala um leiguskilmálana
á jörðinni í Monmouthshire. Guð veit, hvað um er að
vera, en eg ekki! Eg er hræddur um að það hafi losnað
einhver skrúfa í henni Tabby gömlu. Ef nokkuð er milli
þeirra Esmée og málarans, þá skal eg segja það, að hún
fer vel með það. Maðurinn er ágætur, mesta prúðmenni
og sannur listamaður. Danssalurinn verður meistaraverk
í höndum hans. Uppdrættir hans gætu sómt sér á Par-
thenon. Hann les eitthvað af ítölskum Ijóðum fyrir hana,
og bætir söng-aðferð hennar og er eitthvað að kenna
henni að fitla við mandólín. Þetta fer alt fram í dans-
salnum. En fram til kl. 5 á daginn kemur hún þangað
aldrei.
Cairnwrath ekkjufrú var hálfvitlaus af reiði, en eg
sagði henni, að eg héldi að best væri, að láta Esmée
eiga sig. Hún er komin af óvitaárunum, og eg tel það
mesta óráð að fara að skipa henni, að vera kuldaleg og
ókurteis við mann, sem er að auðga hana um meistara-
verk, eða fara að eggja hana á, að hafa það gaman af
honum, sem hún geti, án þess að komast í skömm sjálf.
Eg vil ekki fara að tala við konu á þann hátt, að ef
einhver segði slíkt við mig, þá yrði eg að gefa þeim
manni kjaftshögg. Eg er viss um að öll afskifti annara
af þessu eru hrein og bein bölvun. Esmée er ekki ein af
þeim konum, sem hlaupa á sig að jafnaði. Eg gæti miklu
betur trúað því, að þetta sé einhverskonar nýjabrum fyrir
henni, og svo endi alt með því, að hún fleygi í hann
ávísun og gleymi svo, að hann er til.
Það var auðvitað vitlaust, að hann skjddi nokkurntíma
koma hingað. Hann hefði verið miklu betur geymdur
suður á Italíu. En eg held að það verði nú samt ekki