Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 127
EIMREIÐIN]
RITSJÁ
127
par andir af öllu hjarta. Það er liörmung, þegar hver maður,
sem getur »tlatrímað« eina bögu, þykist vera ljóðskáld, og hinir,
sem ekki geta með nokkru móti komið botninum í nokkurt af
sínum andlegu keröldum, — þeir gerast söguskáld. En það er
eitt og að eins eitt, sem getur réttlætt þetta, og það er, ef það
getur vakið og ýtt undir þá, sem eru veruleg skáld. Og því
verður ekki neitað, að það eru að minsta kosti þrjú ung skáld,
sem sýnist mega gera sér miklar vonir um. En það eru þeir
tveir, sem nú hefir verið talað um, Jakob Thorarensen og Davíð
Stefánsson, og hinn þriðji Stefán frá Hvítadal, sem nýlega hefir
gefið út ljóðabók eftir sig: Söngva förumannsins. Um þá var
getið í Eimreiðinni 1919, 2. hefti, og er nú þegar komin önnur
útgáfa af þeim. Pessi þrjú skáld eru sitt með hverju mótinu, og
verða sjálfsagt talsvert skiftar skoðanir um það, hver þeirra sé
bestur. Peir eru allir góðir, og það er auður fyrir þjóð vora að
eiga þá. M. J.
Rabindranath Tagore: LJÓÐFÓRNIR. Þýtt hefir Magnús Á.
Árnason. Með inng. eftir Sig. Kr. Pétursson. Bókaverslun Ársæls
Árnasonar 1919.
Höfundur þessarar litlu bókar er frægastur núlifandi skálda i
Asíu og ef til vill í heimi. Frægð hans hefir farið um Evróþu
eins og logi yfir akur, síðan hann var sæmdur bókmentaverð-
launum Nobels fyrir sjö árum. Pangað til var hann ekki þektur
hér í álfu nema af fáeinum útvöldum, en er nú lesinn af háum
og lágum á öllum mentamálum heims. Hjá Tagore reikar hug-
urinn svo víða, að hann á erindi til allra. Hann er söngvari
ljóssins, fegurðarinnar og kærleikans. Pað leggur ótrúlegan yl
og bjarma út frá því, sem hann segir í bók þessari.
Frágangur á útgáfunni er svo vandaður, að slíkt er fremur
fátítt um islenskar bækur. Og samtimis kemur út i sama broti
og með sama frágangi önnur útgáfa af Söngvum förumannsins.
Upþlag af báðum þessum bókum er lítið, 500 af hinni fyrri og
700 af hinni siðari, og má því búast við, að þær verði Uþpseldar
fyrir árslok. K— r.
Höfundamgndirnar i þessu hefti Eimreiðarinnar eru gerðar
hér heima af hr. Ólafi Hvanndal, prentmyndasmiði, — fyrstu
myndirnar, sem hér eru gerðar eftir ljósmyndum. Vonumst vér
til að hægt sé að prýða Eimreiðina framvegis með myndum
ekki siður en þetta hefti, þar sem maður hefir svo fullkomna
myndasmiðju við höndina.