Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 87
EIMHEIÐIN]
GÓÐA NÓTT
87
Strákarnir fengu að vera. Við gáfum þeim af mat
okkar, og þó kexið væri hart, þá dró það lítt úr ánægju
þeirra. En nú fór Joe að spyrja og spurði fyrst foringj-
ann litla að nafni.
»Mein Name ist Hannes (eg heiti H.)«, sagði hann.
»Og hvað hefir þú að segja um keisarann, litli karl?«
«purði Joe enn.
»Kaiser nicht gut — Holland (keisarinn slæmur — H.)«,
sagði Hannes.
Og Joe spurði og spurði og þýddi svörin jafnóðum
fyrir okkur. Og Hannes litli varð fyrir svörum, og við
fengum að heyra álit hans á Hindenburg og öðrum stór-
körlum þýskalands, en það var aðallega lotningin fyrir
keisaranum og krónprinsinum, sem var horfin. Þeir litlu
litu smáum augum á hugdeiga menn.
Og innan stundar hafði Joe upp úr þeim alla þeirra
eigin sögu. Faðir og bræður fallnir í stríðinu. Móðir
þeirra dáin. Heimili þeirra ekki lengur til. Og við kom-
umst einnig að því, að þeir voru hátt á annað hundrað
kílómetra frá þorpinu, sem þeir höfðu átt heima í. Þeir
faöfðu litið matarkyns náð i á leiðinni, en góðlynt fólk
þó gefið þeim eitthvað að borða annað veifið. Margoft
hafði móðurinn verið að bila, en við sáum á öllu, að
Hannes litli hafði talað kjark i litlu hnokkana hina og
faaldið þessum litla hóp saman.
»En hvert er ferðinni heitið?« spurði Joe enn.
»Til Ameríku«.
y>To America!«. kom sem frá einum munni frá öllum
hermönnunum.
»Við ætlum að komast til Hollands — einhvern veg-
inn«, sagði Hannes. »Og við ætlum að reyna að komast
á skip þar, sem fer til Ameríku. Eg á frænda þar«.
Og úr skæru augunum hans skein óbilandi hugrekki
og vonaþrek stórrar og fagurrar barnssálar.
»Þar er frelsi«, bætti hann við. »Og þar fáum við nóg
að borða«.
Hann var þess svo fullviss, að ef hann kæmist með
hópinn litla til frænda síns í Ameríku, þá lagaðist alt.