Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 16
16 JÓHANN SIGURJÓNSSON (EIMREIÐli, sem er sjálfkjörinn til mannaforráðs fyrir vaskleika sakir og vinsælda. Hann er nýkvæntur Hildigunni, stórlyndri konu og stoltri, sem elskar hann svo heitt, sem kona get- ur manni unnað. Henni er vafalaust best lýst af öllum persónum leiksins, hún er göfug bæði að ætt og innræti, heil og hrein eins og mjöllin. Þetta eru þá höfuðpersónur leiksins, fyrir utan þá Mörð og Skarphéðin, og er þeim öllum lýst af svo skörpum skilningi og svo djúpsærri mannþekkingu, að ekki munu aðrir leikritahöfundar nú á tímum gera betur. Höfundin- um hefir hepnast miður með Mörð, en þó til nokkurrar hlítar. Skarphéðinn hefir orðið verst úti, en þó mundi alt ámælislaust, — ef ekki væri annað listaverk til saman- burðar. En Njála er til. Eg vil játa, að mér varð hverft við, þegar eg heyrði að Jóhann hefði tekið sér fyrir hendur að snúa Njálu í leikrit. Ýmsir útlendir rithöfundar hafa áður reynt sig á því, að semja leikrit eða skáldsögur út af henni, og er enginn vafi á því að Jóhanni hefir tekist miklu betur en nokkrum þeirra. En þó hefir verkefnið reynst honum ofurefli. Allar söguhetjurnar hafa minkað í höndum hans, nema Höskuldur og Hildigunnur, en þeim er báðum litt lýst í Njálu, svo að þar hefir hann haft frjálsari hendur. Hér verður ekki farið út í samanburð á leikritinu og sögunni, það yrði of langt mál. Eg vil að eins benda á Njál. Njáll leikritsins er góður, en gamli Njáll er enn þá betri, og lesandinn neyðist til þess að bera þá tvo saman. Gamli Njáll var fámáll, en orð hans voru þung af viti og lífsreynslu, nú er hann orðinn miklu margmálli og seilist stundum lengra en hann nær eftir andríkum samlíkingum og háfleygum hugsunum. Þó hefir tekist enn þá ver til með Skarphéðin í leikritinu, hann er þar að eins ginningarfífl, og hinn stórskorni svipur sögukappans hefir næstum því máðst af í meðförunum. Sannleikurinn er sá, að Jóhann hefir reist sér hurðarás um öxl, hann hefir lagt hönd á gamalt, guðdómlegt listaverk, sem hefir slaðið af sér straum margra alda, til þess að gera úr því nýtt listaverk. Slíkt hepnast mönnum aldrei. í leikriti hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.