Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 39

Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 39
EIMREIÐIN] BOLSJEVISMI 39 allar þessar vöflur hélt svo hernaður þeirra á Rússlandi áfram. í janúarmánuði 1919 fékk Wilson talið friðar- þingið í París á að bjóða Rússum að koma til samninga í Prinkipo á Prinseyju í Marmarahafinu. Það boð náði ^kki einungis til bolsjevika, heldur til allra þeirra flokka, er þá voru að reyna að ná undir sig völdum á Rúss- landi eða lágu í hernaði. Daginn.eftir að boðið var sent út sagði Lundúnablaðið Times, að ef bolsjevíkar höfnuðu því, »þá væru þeir þar með búnir að játa, að stefna þeirra væri fjandsamleg bæði frelsi Rússa og frelsi allra annara þjóða, og eftir þá játningu mundu stórveldin í París ekki vaða i neinni villu um það, hvað þeim bæri að gera því til varnar«. Bolsjevíkar voru ekki seinir á sér að taka boðinu og buðu nú betri skilmála en nokkru sinni áður, tjáðu sig fúsa til verslunarviðskifta við auð- valdsstjórnirnar, buðu að gefa erlendum fésýslumönnum rétt til námugraftar, skógarböggs og járnbrauta, lofuðu að hætta að berjast fyrir byltingum utan Rússlands og að borga lán þau, er Rússland hafði tekið erlendis. í þessum efnum varð Lenin aftur að hvika frá stefnu sinni, því það var deginum ljósara, að þjóðin gat ekki haldið áfram að lifa í sveltikvinni og berjast við öll auðvalds- ríkin. En bæði var það, að svona mikla tilslökun tóku Bandamenn sem merki þess, að bolsjevíkar væru komnir á heljarþrömina, og hitt, að afturhaldsliðið á Rússlandi hafnaði boðinu, sem Times þótti drengilega gert, svo Prinkipo-tilboðið var tekið aftur. Á svipaðan hátt var farið með tilboð þeirra Nansens og Brantings í mars 1919 um að flytja matvæli til Rússlands. Lenin tók því boði, og svo virtist sem Bandamenn hefðu í orði kveðnu samþykt það, en þeim tókst svo að draga það á langinn, að ekkert varð úr framkvæmdum. Hervaldssinnar, sem öllu réðu hjá Bandamönnum, kusu heldur að sjá Rússa svelta dálítið lengur, enda þótt þeir fullyrtu, að níutíu af hverjum hundrað væru vinir sínir, en fjandmenn bolsje- víka. Og það er ekki fyr en núna, eftir að alþýðan á Bretlandi er farin að láta ensku stjórnina hafa hitann í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.