Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 12
12 JÓHANN SIGURJÓNSSON ÍEIMREIÐIN landar hans töldu hann af sem leikritahöfund, fjárhagur hans var svo örðugur sem frekast mátti verða, og margt annað bljes á móti. En hann þroskaðist mikið á þeim árum, bæði vitkaðist og harðnaði, — og þá tók hann til við Fjalla-Eyvind. IV. Fjalla-Eyvindur kom út 1911. Á samri stundu varð Jó- hann Sigurjónsson víðfrægur maður. Fjalla-Eyvindur var fyrst leikinn á Dagmar-leikhúsinu í Kaupmannahöfn, en seinna í London, Múnchen, Hamborg, Riga, Helsingsfors og sjálfsagt víðar. Leikurinn hefir verið kvikmyndaður og sýndur á kvikmyndahúsum víðsvegar um heim, á dönsku hefir hann komið út 1 skrautútgáfu með myndum, og loks hefir hann verið þýddur á níu tungumál. Fess munu tæpast dæmi, að nokkur norrænn rithöfundur, sem áður var lítt kunnur, hafi unnið svo skjótan og ótvíræðan sigur með einu riti. Björnson og Ibsen þurftu miklu meira fyrir að hafa. Báðir voru þeir orðnir miðaldra menn og áttu langan rithöfundsferil að baki, áður en rit þeirra urðu kunn að nokkru ráði meðal erlendra þjóða. — Það hefir verið tilgangur minn með þessum línum, að lýsa Jóhanni nokkuð sjálfum, en um rit hans mun eg ekki skrifa langt mál að þessu sinni. Þess gerist ekki heldur þörf, því að hvorttveggja er, að mikið hefir verið um þau ritað bæði á íslensku og útlendum málum, og þar að auki er list hans svo tær og gagnsæ, að lítil eða engin þörf er á skýringum ritdómarans. Þegar svo stend- ur á, verða langir fagurfræðislegir ritdómar fremur gagn- litlir og mikil hætta á, að »ritskýringin« verði ekkert ann- að en gutl og málæði. — Mér var kunnugt um vinnuaðferð Jóhanns, þegar hann samdi Fjalla-Eyvind. Síðasti þáttur mun fyrst hafa orðið fullger, en í raun og veru hafði hann alla þættina í smíð- um í einu. Verkið sóttist seint, og oft lagði hann pennan frá sér, en hitt þykist eg mega fullyrða, að efnið hafi tæpast horfið úr huga hans eina klukkustund frá þvíhann skrifaði fyrstu setninguna og þangað tii hann lagði siðustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.