Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 79
EIMREIÐIN j
LESTRAR- OG ÆFINGASTOFUR
79
Eftir að hafa skoðað fatageymslu og veitingastofurnar í
þessu nýja húsi, sýndi leiðsögumaður minn mér »labora-
torium« guðfræðisdeildarinnar. Eru þar alls 4 herbergú
Eitt er bókastofa stór og mikil með stólum og borðum til
að vinna við. Er öllum bókum safnsins raðað á þá leið,
að hver stúdent fljótt og auðveldlega geti fundið bækur
þær, er hann þarf að nota við vinnu sína. Sýna spjöld
með áprentuðu letri, hvar bækur hverrar fræðigreinar sé
að finna. í stofu þessari sátu stúdentar önnum kafnir við
störf sín með bækuinar á borðunum fyrir framan sig. Því
engum er heimilt að fara með bækur af safni þessu heim
til sín. Virtist þarna það tvent fara saman, sem nauðsyn-
legt er fyrir hvern námsmann, hin bestu tséki og hið
besta næði til vinnunnar; þvi alt var hljótt, og engum
lej'fist að tala við annan á lestrarstofu þessari. Önnur
minni lestrarstofa var við hlið þessari, og þriðja stofan
var ætluð kennurum deildarinnar, sem hafa æfingarnar
með stúdentunum. En æfingarnar eru haldnar í 4. stof-
unni, sem er útbúin með borðum og stólum sem kenslu-
stofa og getur rúmað fjöldamarga nemendur. Fiæddi leið-
sögumaður minn mig á því, að 1 guðfræðisdeildinni væri
æfingunum á þá leið vaiið, að hver stúdent fengi eitt
ákveðið verkefni á kenslumisseri hverju hjá hverjum þeim
kenhara, er hann tæki þátt í æfingum hjá. Fengi hann
hæfdegan tíma, að minsta kosti 3 vikur, til að rannsaka
verkefnið sem best hann gæti upp á eigin spítur og að því
loknu skrifa um það ritgerð, sem afhent væri hlutaðeigandi
kennara, til þess að hann læsi og legði sinn dóm á hana.
Þegar sá dómur væri tilbúinn, væri ritgerðin af höfundi
hennar lesin upp í æfingastofunni að viðstöddum öðrum
stúdentum og kennaranum, sem að lestrinum loknum kæmi
fram með athugasemdir sínar og gæfi leiðbeiningar um efni
ritgerðarinnar og meðferð efnis. — Þó kvað hann aðra að-
ferð einnig notaða í deildinni, þá, að tveir gagnrýndu og
legðu dóin á hverja ritgerð, bæði kennarinn og einn úr
hópi stúdenta, er til þess væri valinn í hvert sinni. Væri
röðin þá sú, að fyrst læsi stúdentinn upp ritgerð sina á
æfingafundinum; þá læsi stúdent sá, er til dóms væri