Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 104
104
TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [eimreiðin
búið var að marg-misþyrma sumum með ógurlegustu
pyndingum og það svo, að lítið lífsmark var eftir, þá
yrðu þær ekki varar við eina nálarstungu. Og auk þess
er það sannað, að illviljaðir böðlar, sem ekki vildu láta
bráðina sleppa, stungu stundum alls ekki, þótt þeir þætt-
ust gera það, eða þá, að þeir stungu með prjónshausnum.
Vitnaleiðslur voru oft viðhafðar, eins og áður er getið.
En marklausar voru þær; svo var í garðinn búið. Aðal-
sönnunargagnið var pínubekkurinn. Alt annað brást venju-
lega, eins og von var. En hann var óbrigðull.
Áður kona var leidd fram fyrir dómarann, var hún
klædd úr öllum fötum. Galdrahamarinn skipar svo fyrir,
að það skuli gert af heiðarlegum konum, en því var ekki
hlýtt. Böðlarnir gerðu það sjálfir til þess að svala dýrs-
legum girndum sínum. Létu þeir þá heldur ekki hjá líða
að ógna henni sem mest með því að lýsa öllum þeim
hörmungum, sem hún ætti í vændum. Þá var næsta
sporið að koma fyrir skriftaföður, sem reyndar var ekkert
annað en verkfæri dómarans. Konurnar treystu þessum
skriftafeðrum sínum auðvitað og skoðuðu þá sem einlæga
vini og aðstoð í öllum þessum ofsóknum. En þeir voru
þeim ekki hollari vinir en svo, að þeir notuðu tækifærið
til þess að veiða upp úr þeim alt, sem á einhvern hátt
gat spilt þeirra málstað. Þetta skrifuðu þeir svo alt í
bók og afhentu dómaranum, svo að hann var þegar
sannfærður um sektina áður en hann hafði litið sakborn-
ing augum. Það eina, sem hann þurfti tii þess að hafa
alt í lagi, var að nota pínubekkinn óspart!
Reynt var fyrst með góðu að fá konurnar til að með-
ganga. En auðvitað mistókst það, því að þær höfðu
flestar ekkert að meðganga. Þá voru reynd hin »postul-
legu brögð« Galdrahamarsins, sérstaklega það að lofa að
gefa upp sakir, ef hún meðgengi. Ef hún svo gekk í
gildruna, þá var fyrst játningin bókuð; svo vék dómarinn
sæti, og annar settist í staðinn, og hann var auðvitað
óbundinn af loforði hins og dæmdi konuna á bálið. í
hæsta lagi fékk hún hegningunni breytt þannig, að hún