Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 42
42
BOLSJEVISMI
[EIMKEIÐIN’
Leiðtogar Bolsjevíkar hafa orðið fyrir svo miklu hatri,
taolsjevika. svo mjkiu álasi og svo miklum rógi víðs vegar
um heim, að eigi hlýðir annað en að taka þá hlið máls-
ins sérstaklega til íhugunar, og mun því tekið upp í eftir-
farandi línur ýmislegt það, er ella mundi hafa verið
dregið inn hér að framan. Þeir hafa verið bornir ljótum
sökum, eins og títt er um þá, sem ekki þræða fjárgötur
vanans og fjöldans. Og það er til lítils að ætla sér að
kveða rógmælin niður að svo komnu. Þau halda áfram
að ganga aftur þangað til sagan hefir varpað fullu ljósi
yfir þau. Alt af er nóg ull til að spinna úr lygaþráðinn.
Það er með róginn eins og vofurnar, sem menn glímdu
við í beitarhúsunum í fyrndinni. Þó að menn næðu góð-
um tökum á þeim, smugu þær eins og reykur úr greip-
um þeirra, og leikurinn hófst á ný alt til þess er birti af
degi.
Pope kannaðist við þessar óþrifalegu myrkursálir, sem
vefa illmælavefinn, og vissi, hve óskammfeilnar og af-
sleppar þær voru:
»Who shames a scribbler? Break one cobweb through,
He spins the slight self-pleasing thread anew.
Destroy his fib or sophistry in vain,
The creature’s at his dirty work again«.
En dagurinn kemur ekki síður fyrir það, þótt haninn
sé undinn úr hálsliðnum.
Hér verður ekki reynt að svara grein fyrir grein öllum
þeim óhróðri, sem á bolsjevíka hefir verið borinn, enda
er í raun og veru miklu af honum óbeinlinis svarað með
því, er að framan hefir verið sagt. Sjálfsagt er þeim í
ýmsu áfátt, því ekki eru þeir nema menskir menn. En
leiðtogar þeirra hafa verið ófrægðir meir en nokkrir aðrir
menn þeir, er nú lifa, og það er því vert að líta sem
snöggvast á æfiferil þeirra.
Lenin, forseti lýðveldisins, er aðalsmannssonur og gerð-
ist málfærslumaður eftir að hann hafði lokið háskóla-
námi. Framtíðarhorfur hans voru hinar glæsilegustu, þvi
hvorki skorti auð né atgervi. En hann kaus heldur að
ganga í lið með hinum þjakaða verkalýð en að lifa