Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 45
EIMREIÐINl
BOLSJEVISMI
45
þessi, sem rífa niður hina æfagömlu þjóðfélagsskipun og
byggja upp aðra, sem er henni gerólík? Þar sem yðar
fjársjóður er, þar er og yðar hjarta, en hér veltur einmitt
á fjársjóðum margra þúsunda manna. Þegar hús nábúans
brennur, er mínu hætt. Hinar auðugu stéttir um heim
allan óttast, að hreyfingin grafi um sig, og kjósa því
helst að sjá ána stemda að ósi. Þær æpa, og fjöldinn
fylgir þeim svo í blindni. Ekkert hefir kynt svo haturs-
eldinn, sem bolsjevíkar eru steiktir á, sem vonbrigði auð-
mannanna í hinum vestlægari löndum Evrópu og í Ame-
ríku. Auðsuppsprettur Rússlands eru takmarkalausar, og
þessir menn gerðu sér vonir um að ausa þar upp gulli
að styrjöldinni afstaðinni; en um slíkt gæti ekki verið að
ræða, ef bolsjevíkar kæmu í öllu sínum vilja fram, því
þá yrðu gæði landsins sameiginleg eign allrar þjóðarinnar
og ekkert tækifæri fyrir einstaklinginn að auðgast á kost-
nað fjöldans. Námur Rússlands og olíulindir eru óþrot-
legar, en auðsuppsprettur framtíðarinnar eru um fram alt
steinolía og rafmagn. í auðugum löndum eins og Eng-
landi, Ameríku og Frakklandi er því gremja gullkóng-
anna yfir því, að útilokast frá rússnesku kjötkötlunum,
beinlínis afskapleg. Það væri hægur vandi að sanna það
með endalausum rökum og óteljandi tilvitnunum í blöð
og rit þessara þjóða, að það er ágirndin — »rót alls ills«
—, sem mestu hefir ráðið um fjandskap þeirra til lýð-
veldisins á Rússlandi, En slíkt væri miður heppilegt að
láta uppskátt — þótt úlfseyrunum hætti til að gægjast út
nndan sauðargærunni —, og því verður að leita annara
ráða. Og þó að það sé enn þá svo með ljúgvitnin eins og
það var fyrir nítján öldum, að þeim hættir við að bera á
milli, þá eru þau samt ekki nærri því úrelt enn þá.
Það hefir löngum kveðið við þann tóninn í blöðunum
í Vestur-Evrópu, að bolsjevíkar væru í raun og veru í
minnihluta á Rússlandi og að það væri með ofbeldi einu,
að þeir héidu völdum. Alt af hafa verið að koma sögur
um, að veldi þeirra væri á fallanda fæti; stundum hefir
verið sagt, að bændalýðurinn væri að ganga undan
merkjum þeirra, eða ef ekki bændur, þá einhver önnur