Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 57
EIMREIÐIN] ARNGERÐUR 57 hver höfðingjabragur var á þeim og heimili þeirra, sem aðra skorti. Þau voru betur mentuð en önnur bændahjón i Grundardal. Ætt þeirra beggja var göfug og rakin til ýmsra stórmenna. Konan á Stórubrekkum kendi heima- sætum í Grundardal vefnað og hannyrðir, og ungir bændasynir lærðu garðrækt, söðlasmíði og trésmíði af Stórubrekkubóndanum. Hann var einn af þeim fáu al- þýðumönnum þar um slóðir, sem sjálfur hafði sótt menn- ingu til annara landa. Alt benti til þess, að Stórubrekku- systurnar myndu fá göfug gjaforð. Þær voru fimm saman, en enginn bróðir. Tvær þeirra giftust álitlegum embættis- mönnum og tvær ríkum óðalsbændasonum; en sú, sem var talin fremst þeirra allra, giftist aldrei. Það var Arn- gerður. Til þess lágu þessi atvik: Þegar Arngerður var tvítug, lofaðist hún á laun syni bóndans á Litlubrekkum. Sá piltur var fríður og vel að manni, en foreldrar hans voru fátæk, og þóttist hann vita, að Arngerður myndi ætluð einhverjum ríkari og ætt- stærri en sér. Hann var stærilátur, þótt fátækur væri, og vildi ekki biðja Stórubrekkubóndann um dóttur hans á meðan hann hafði ekkert að bjóða nema tvær hendur tómar. Þau Arngerður hittust oft á laun í skógargili á milli bæjanna. Arngerður vildi fá hann til þess að tala við foreldra sina, en það aftók hann. »Eg á nógan auð handa okkur báðum«, sagði hún. En þá varð hann þungur á svip. »Eg get ekkert þegið, Arngerður! nema ást þína. Eg verð að vinna mér sjálfur auð og álit áður en eg tala við foreldra þína«. Hún varð að láta hann ráða. Hann var svo skapheitur og stórlátur. Þannig liðu tvö ár. Einu sinni, þegar þau hittust í skógargilinu, var hann venju fremur glaður. »Nú skal eg segja þér sögu, Arngerður! Eg hefi fundið leiðina til gæfulandsins, og mig skortir hvorki hug né dug, ef þú vilt bíða min«. »Bíða þín —! Ætiar þú þá eitthvað langt í burtu?« spurði hún með áhyggjusvip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.