Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 58
58
ARNGERÐUR
[EIMREIÐIN
»Já, — ef þú treystir mér«.
Hún kvaðst treysta honum að fullu.
»Þá fer eg með Brasilíuförunum, sem ætla að leggja af
stað í sumar«.
Arngerður fölnaði. Þetta hafði henni ekki komið til
hugar. En hún þagði, vissi, að ekki tjáði að letja hann.
Hún mátti ekki eyðileggja framtíðarvon hans um leið og
hann hafði fundið hana.
Hann horfði í augu henni og leitaði eflir svari.
»Eg skal bíða þín, — hvað lengi sem þú verður í
burtu«, sagði hún og hallaði sér að brjósti hans.
Nokkrum vikum síðar kvöddust þau á sama stað.
Arngerður grét sáran. »Þú mátt aldrei gleyma mér, Vil-
mundur! Eg skal bíða þín alla mina æfi«.
Hann reyndi að hughreysta hana, en hún grét æ því
meira.
»Þetta land er svo voðalega langt í burtu! — Ef þú
hefðir farið eitthvað skemmra —«.
»En þetta land er fegurst og auðugast af öllum lönd-
um«, mælti hann, og vonin brá glampa yfir augu hans.
Arngerður gat ekki hætt að gráta. Hún stóð í blóm-
gresinu, titrandi af þungum ekka, þegar Vilmundur sté á
bak hesti sínum. Hann reið fallegum, hvítum hesti. Arn-
gerður reyndi að missa ekki sjónar á honum fyr en hann
hvarf undir brekkuna. Hún mændi Iengi út veginn, eftir
að hann var horfinn, eins og hún byggist við því, að
hann myndi snúa við. En Vilmundur var horfinn og kom
ekki aftur.
Tvö ár runnu.
Rréf komu frá öllum Brasilíuförunum — nema Vil-
mundi. Foreldrar hans skrifuðu samferðamönnum hans
og báðu þá að segja sér, hvar Vilmundur væri niður
kominn. En þau fengu ekkert svar.
Fremur árum síðar lagði bróðir Vilmundar af sfað til
þess að leita hans. Hann komst heilu og höldnu til Bra-
silíu, en hann sagðist ekki liafa fundið Vilinund. Honum
þótti Brasilía fagurl land og setlist þar að. Skrifaði hann
foreldrum sínum við og við og lét mjög vel af sér, en