Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 118
118
RITSJÁ
|EIMREIÐIN
Akademíinu. Eg get ekki skorast undan því. Svo að nú
situr hún fyrir hjá mér á hverjum morgni í lessalnum.
Hún hefir leyft mér að hafa þar myndastofu og vildi
ekki taka aftur við lj'klinum að honum. [Framh.]
Ritsjá.
EINOKUNARVERSLUN DANA Á ÍSLANDI 1602—1787 eftir Jón
J. Aðils, háskólakennara, Rvík. Verslunarráð fsl. 1919.
Allir þekkja einokunarverslunina, og alla hryllir við nafninu;
svo óþyrmilega hefir það prentast inn í meðvitund þjóðarinnar.
En hvað höfum við svo eiginlega vitað um einokunarverslun
Dana flestir? Meira og minna sundurlausar og þokukendar sögur
af harðdrægni kaupmanna og rangsleitni, okurverði, hörðum
hegningum fyrir smáyfirsjónir og annað slíkt.
En nú hefir verið greitt heldur en ekki úr þessu máli öllu í
bók þeirri, sem hér er á minst. Hún er 744 -f VIII bls. og þær
alveg ósviknar. Próf. Jón Aðils hefir int hér af hendi sannarlega
vísindamanns-þrekraun, og þeir einir geta þó gert sér hugmynd
um vinnuna, sem liggur í slíkri bók sem þessari, er nokkuð
hafa reynt sjálfir að grafast niður í óplægð eða lítt plægð sögu-
leg efni. Hér er ekki að ræða um nokkurra vikna eða nokkurra
mánaða verk, heldur margra ára, líklega áratuga, verk. Ekki svo
að höf. hafi setið áratugi við að skrifa bókina, en slíku starfi
sem þessu má lika heita nálega lokið, þegar hægt er að byrja
að skrifa. En það er að safna, tina saman, leita uppi efnið
hvaðanæfa. Pá þarf að lesa margt og rannsaka, sem svo reynist
gagnslaust. Mörg bókin, sem erfitt var að þrælast gegn um, ber
sér ávöxt í einni eða tveimur linum í nýju bókinni. Pað er
þungur róður oft og einatt.
Pví nauðsynlegra er, að verkið sé verulega vel af hendi leyst,
úr því að á annað borð er út í það lagt, leyst svo af hendi, að
ekki þurfi í bráð að véla um það aftur. Og svo mun óhætt að
segja að tekist hafi hér. Auðvitað er ekki þar með sagt, að engu
sé hægt við að bæta og hvergi um að bæta, það sem höf. hefir
sagt. En svo rækilega hefir hann »mokað ofan af« þessu efni,
að það þarf aldrei framar að gerast. Nú er ekki annað eftir en
koma með »fínu verkfærin« fyrir þá, sem vilja rannsaka út í