Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 95
EIMREIÐIN]
NVR MYNDHÖGGVARI
95
myndunum litlu til hliða og yfir skipsmyndinni. Guð-
brandur er skrýddur hempu, er sýnir, að hann er »geist-
legur« maður, og auk þess er eitthvað kirkjuorgelslegt
við pípuraðirnar framan við myndina. Hann styður ann-
ari hendi á opna bók — hann er mesti bókafrömuður,
sem ísland hefir átt, — en hinni styður hann á öxl
konumyndar, sem táknar
án efa þjóðina. Hún seil-
ist upp og tekur liftaki í
hempubarm hans og horf-
ir á hann eins og barn á
föður. Svipur hans er sá
sami og á myndum þeim,
sem til eru af Guðbrandi,
hörkulegur nokkuð og
ber vitni um ósveigjan-
legan viljakraft. Stóllinn,
er hann stendur við, er
fallega dreginn. Utan um
hann lykja pípurnar, en
framan á honum eru
fjögur bil, fylt lágmynd-
um. Efst er örlítið bil,
og er þar sýnd sól með
stafandi geislum (þar mun
eiga að koma fyrir ljósi
síðar). Pá eru ,til hlið-
anna myndir þær, sem
áður er á minst. Þær eru
g. e.: Jón Sígurðsson. bæði hálf-viðvaningslegar
og auk þess ekki Ijóst,
hvað þær tákna. En í miðið er aðal-lágmyndin, og er hún
af skipi í stormi, sérlega vel gerð og fer vel, þar sem henni
er fyrir komið. Er þetta án efa skip það, sem Guð-
brandur gekst fyrir að gert yrði út af íslendingum og
álti að verða fyrsti vísir að því, að íslendingar tækju
sjálfir verslunina í sínar hendur, þó að minna yrði úr en í
upphafi átti að verða. — Hin myndin þarf svo sem engra