Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 44
44
BOLSJEVISMI
IE1MREIÐIN
Trotzky lagði niður embættið, er sonur nafnfrægs rúss-
nesks lögfræðings. Eftir að hafa fengið hina ágætustu
mentun varð hann embættismaður í utanríkisráðuneytinu.
Framtíðin var hin glæsilegasta, en hann kaus að ganga í
lið með almúganum. Afleiðingarnar voru hinar sömu og
títt var — fangelsi og píningar. Að lokum bjargaði hann
frelsi og fjöri með flótta yfir landamærin. Hann lifði
siðan allmörg ár í útlegð í Belgíu, en í byrjun ófriðarins
fór hann til Englands og dvaldist þar þangað til stjórnin
hnepti hann í varðhald og rak hann úr landi vegna þess,
að hann þótti hafa óhollar skoðanir í pólitík og fór lítt í
felur með þær.
Þannig er þá i fám orðum saga þessara leiðtoga bol-
sjevíka. Pað er saga margra ára ótrauðrar þjónustu í
þágu frelsisins, þar sem ekki að eins frelsið var lagt r
hættu, helduT einnig lífið sjálft.
Einn hinna spökustu manna, er uppi hafa verið, komst
svo að orði:
»Setze auf meinen Leichenstein:
,Dieser ist ein Mensch gewesen*,
Und das heiszt ein Kámpfer sein«.
Ætli hann hefði séð eftir þessum fimm orðum á legsteinar
þessara þriggja manna? Þó er okkur sagt — og okkur er
ætlað að trúa því —, að stjórn sú, er þessir menn ráða
mestu í, sé lítið annað en hópur morðvarga og þorpara,
sem vaðið hafi gegnum blóðtjarnir til þess að komast tit
valda og haldi svo völdunum með því einu að vinna ný
og ný hryðjuverk. það getur enginn vafi á því leikið, að
saga þeirra er þeim meðmæli. Það væri fróðlegt að vita,
hvort þeir, sem ötullegast ata þá auri, mundu þess búnir
að hætta og fórna jafnmiklu fyrir málefni almennings.
Ákærur og Svo mætti ætla, að flestum skynsömum
málsvarmr. mönnum væri það sæmilega ljóst, að bolsje-
visminn hlaut að mæta miklum fjandskap og af hverjum
ástæðum. Nýbreytni í stórum stíl vekur ávalt mótspyrnu,
því í flestum mönnum er afturhaldsandinn ríkur að eðlis-
fari. Og hvers var þá að vænta um önnur eins ósköp og