Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 93
CIMREIÐIN]
NÝR MYNDHÖGGVARI
93
«teiknun« eins og lðg gera ráð fyrir. 1*0111 hann þá þegar
afbragð annara í þeirri grein í skólanum, og vaknaði nú
áhugi hans á þessu þegar í stað. Annað atvik réð og
nokkru í þessu efni. Svo hittist á, að í sama húsi, sem
<luðmundur var í, var þá til húsa útlendur listamaður,
er hér dvaldist um hríð
og hygg eg að verið hafi
ítalinn Archinti, sem hér
var um þær mundir.
Tóku þeir fljótt hvor
eftir öðrum, og má nærri
geta, hvílík áhrif þetta
hefir haft á piltinn að
sjá slyngan listamann
vinna, og hve það hefir
hlotið að æsa löngun
hans í listamannslífið.
Ekki er þetta þó svo
að skilja, að Guðmund-
ur tæki nú þegar til
óspiltra málanna að
frama sig í þvi, sem
löngun hans stefndi að.
Það hefði verið nokkuð
óíslenskulegt. Það var
annað miklu íslensku-
legra, sem þar hlaut að
taka i taumana, og það
var féleysi. Hann fór
heim til sín og vann
G. E.: Guðbrandur Þorláksson. þar að buinu með for-
eldrum sínum. Gerðist
hann nú mjög áhugasamur ungmennafélagi og varð þar
brátt framarlega, ekki að eins í sínu eigin félagi (»Aftur-
elding«), heldur og þótt víðar væri leitað. Hann hafði og
ýmislegt til þess og það þó eigi síst, hvílíkur íþróltamaður
og íþróttavinur hann er. Vorvertíðarnar þrjár á undan
1918 réri hann í Þorlákshöfn. Féllu þá til ýmsar frí-