Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 60
60
ARNGERÐUR
[EIMREIÐIW
þess að giftast. Arngerður færðist undan því. »Mér líður
hvergi betur en hjá ykkur«, sagði hún og kysti þau. Og^
þá fengu þau sig ekki til þess að neyða hana, en í raun-
inni þráðu þau það, að hún vildi ganga á hönd ein-
hverjum vænum pilti og gleyma sorgum sínum við börn
og bú.
En Arngerður gat ekki gleymt.
Á hverju sumri gekk hún út í skógargilið til þess a&
gráta. Og þegar haustaði, fór hún á kvöldin fram í stof-
una þangað, sem lokkur Vilmundar var geymdur. það1
var sem táralindijr hennar ætluðu aldrei að geta tæmst.
En um siðir hætti hún að geta grátið nema stöku sinn-
um. Þá kom gráturinn yfir hana með svo miklum mætti,.
að hún veinaði líkt og sárþjáður maður. Á eftir varð húi>
enn þá stiltari og fámálli en áður. En hún hélt upptekn-
um hætti með göngur sinar út í skógargilið á sumrunr
og fram i stofuna á vetrum. Þegar út í gilið kom, settist
hún þögul og horfði út veginn, sem Vilmundur hafði
farið á hvita hestinum. Eða hún sat þegjandi með lokk-
inn hans og lét hann líða hægt milli fíngra sér.
Oft bar við, að Arngerður grét upp úr svefni og kall-
aði á Vilmund. Þá þurfti að vekja hana varlega; annars^
varð henni ilt.
Þannig liðu æfiár Arngerðar. Hún var virt og elskuð af
öllum, sem þektu liana. Þrátt fyrir sívakandi hugarharm
var hún starfsöm og ástrik. Ef illa lá á einhverjum, var
Arngerður líklegust allra til þess að geta eytt því, sem
amaði, og hún sparaði ekkert til þess. Hún var ótrúlega
lagin á að finna bót við því, sem angraði aðra. Þegar
hún fann, að það hafði tekist, leið henni best. Hún laa
mikið og sagði heimilisfólkinu aftur það úr bókunum,
sem hún hélt að myndi gleðja það eða bæta.
En hún þagði um alt, sem var mjög raunalegt.
Arngerður fór aldrei að heiman. Þegar talað var um
kirkjuferð eða kaupstaðarferð, bauðst hún ávalt til þess
að vera heima. Foreldrar hennar reyndu fyrst alt, sem
þau gátu, til þess að koma henni af stað, en það var
árangurslaust. Hún heimsótti ekki einu sinni systur sínar,