Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1920, Side 60

Eimreiðin - 01.01.1920, Side 60
60 ARNGERÐUR [EIMREIÐIW þess að giftast. Arngerður færðist undan því. »Mér líður hvergi betur en hjá ykkur«, sagði hún og kysti þau. Og^ þá fengu þau sig ekki til þess að neyða hana, en í raun- inni þráðu þau það, að hún vildi ganga á hönd ein- hverjum vænum pilti og gleyma sorgum sínum við börn og bú. En Arngerður gat ekki gleymt. Á hverju sumri gekk hún út í skógargilið til þess a& gráta. Og þegar haustaði, fór hún á kvöldin fram í stof- una þangað, sem lokkur Vilmundar var geymdur. það1 var sem táralindijr hennar ætluðu aldrei að geta tæmst. En um siðir hætti hún að geta grátið nema stöku sinn- um. Þá kom gráturinn yfir hana með svo miklum mætti,. að hún veinaði líkt og sárþjáður maður. Á eftir varð húi> enn þá stiltari og fámálli en áður. En hún hélt upptekn- um hætti með göngur sinar út í skógargilið á sumrunr og fram i stofuna á vetrum. Þegar út í gilið kom, settist hún þögul og horfði út veginn, sem Vilmundur hafði farið á hvita hestinum. Eða hún sat þegjandi með lokk- inn hans og lét hann líða hægt milli fíngra sér. Oft bar við, að Arngerður grét upp úr svefni og kall- aði á Vilmund. Þá þurfti að vekja hana varlega; annars^ varð henni ilt. Þannig liðu æfiár Arngerðar. Hún var virt og elskuð af öllum, sem þektu liana. Þrátt fyrir sívakandi hugarharm var hún starfsöm og ástrik. Ef illa lá á einhverjum, var Arngerður líklegust allra til þess að geta eytt því, sem amaði, og hún sparaði ekkert til þess. Hún var ótrúlega lagin á að finna bót við því, sem angraði aðra. Þegar hún fann, að það hafði tekist, leið henni best. Hún laa mikið og sagði heimilisfólkinu aftur það úr bókunum, sem hún hélt að myndi gleðja það eða bæta. En hún þagði um alt, sem var mjög raunalegt. Arngerður fór aldrei að heiman. Þegar talað var um kirkjuferð eða kaupstaðarferð, bauðst hún ávalt til þess að vera heima. Foreldrar hennar reyndu fyrst alt, sem þau gátu, til þess að koma henni af stað, en það var árangurslaust. Hún heimsótti ekki einu sinni systur sínar,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.