Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 62
62
ARNGERÐUR
lEIMUKIÐIÍ*
Arngerði. Hún sneri andlitinu frá mér, en eg sá, að húrt
tárfelldi. »Búist hefði tnóðir þín við því, að eg myndr
reyna að liðsinna barni hennar«, sagði hún stillilega, »en
eg megna nú svo litið«, bætti hún við í hálfum hljóðuim
»þó að þú gætir ekkert meira, ertu samt búin að gera
mikið fyrir mig, frænka! Eg finn, að þú skilur mig 0£
hvað það er að eiga að láta það af hendi, sem er dýr-
mætast«, mælti eg innilega hrærður.
Hún þagði og stóð á fætur. Við gengum heim að bæj-
ardyrunum. Þá sagði Amgerður: »Eg ætla að reyna aA
skrifa föður þínum, en líklega verður það til lítils«.
Eg var þar um nóttina; daginn eftir fór eg heim á leiA
með bréf Arngerðar til föður míns.
Ekki veit eg, hvað hún skrifaði honum, en um kvöldið1
sagði hann mér, að hann myndi ekki framar hlutast til
um gjaforð mitt. Þetta fékk mér stórrar gleði og undr-
unar. Það var óvanalegt, að faðir minn skifti svo fljótt
skapi. Þessu hafði Arngerður ein komið til leiðar.
Þegar aðrir fóru að sofa, tók eg reiðhest minn og fór
á fund heitmeyjar minnar að segja henni tíðindin. Fáir
held eg að hafi verið þakklátari en við vorum við Arn-
gerði. Litlu síðar fórum við bæði á fund hennar og
þökkuðum henni hjálpina.
Eg sé hana enn eins glögt og það hefði verið í gær,
þar sem hún stóð úti á hlaðinu og horfði á eftir okkur
út túngötuna.
»Guð fylgi ykkur!« sagði hún lágt og bar hönd fyrir
augu.
— Blessuð veri hún!
Ekki var það hennar sök, hve okkur Elínu bar margt
á milli síðar.
Hún lagði gæfuna upp i hendur okkar. Við vorum
reynslulaus börn og kunnum ekki að fara með það, sem
æskunni er dýrmætast, ástina.
— Arngerður huggaði og gladdi marga, á meðan hún
lifði. Nú mun þess minst af fleirum en mér.
Sjálf bar hún þyngstu sorgina. Milt í eldraun hennar
fann hún þrek til þess að hughreysta aðra. Það mun