Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 106
106
ÞRJÚ ÞJÓÐSKÁLD
[eimreiðin;
safn kvæða, að vöxtunum til margfalt við kverin, sem
áður voru send út með ljóð hans. — Þó sé það fjarri
mér að vilja telja það gagnslaust að safna sem flestu eftir
góð skáld. f*að er sjálfsagt og nauðsynlegt.
Dr. Jón Þorkelsson hefir unnið að útgáfu tveggja af
þessum bókum og sýnir hér sem oftar, að honum lætur
fleira en gefa út Fornbréfasafnið. Skrif hans um þá Jón
Þorláksson og Bólu-Hjálmar eru snildarverk í sinni röð
og auka stórum gildi bókanna. Einkum er æfisaga Hjálm-
ars mjög merkilegt rit, og dregur í fyrsta skifti upp skýra
mynd og ábyggilega af skáldinu, lífskjörum hans, lyndis-
einkunn og skáldskap, auk þess sem þar er leiðréttur
ýmiskonar misskilningur um ætt Hjálmars o. fl. Pað er
líka altaf eitthvað hressandi við stílsmáta dr. Jóns, þessi
óvæntu olnbogaskot og þægilega vekjandi hnippingar, sem
ekki gleymast, og við með lognþokustilinn hljótum að
öfunda hann af slíkum kjörgripum.
Skal svo ekki fjölyrt frekar um þetta. Eimreiðin bendir
mönnum að eins á, að þessar bækur eru komnar á mark-
aðinn.
Dr. Jón Þorkelsson hefir góðfúslega gefið mér afskrift
af bréfi um síra Jón Þorláksson og er það hér birt. Það
þykir ef til vill ekki nein fyrirmynd þeim, er rita vilja
hreina islensku en það hefir farið milli einhverra merk-
ustu manna landsins á sinni tíð, og er þvi góður vitnis-
burður um hinn »íslenska Milton og Tullin«.
M. J.
Úr bréíi
Stepháns amtmanns Þórarinssonar 14. janúar 1796
til Hannesar biskups Finnssonar.
»Vor islenzki Milton og Tullin síra Jón Thorlaksson á Bægisá
hefir nú um þessar mundir útlagt fyrir mig nokkra sálma úr
þeirri í Khöfn nú hæfteviis útkomandi nýju Sálma-Samling
sálmacommissionarinnar þar, hverja eg nú eptir undirlagi vors
ypparlega lögmanns Stephensens sendi honum, og held verðuga
að innkoma í okkar nýju sálmabók. í það minsta skyldi það
gremja míg, ef þeir yrðu að gefa pláss fyrir öðrum langt lakari