Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 105
KIMREIÐINI
PRJÚ fJÓÐSKÁLD
105
skyldi hálshöggvast. Það er átakanlegt að hugsa sér, hve
hjálparlausir þessir ólánsmenn voru innan um þessa glefs-
andi varga. [Niðurlag.]
Þrjú þjóðskáld.
Jón Porláksson, 17H—1819—1919, dánarminning, Sig. Kristjánsson,
Rvík 1919. Sýnishorn af rithönd síra Jóns framan við.
Kvœði eftir Jón Thoroddsen, II. útg. aukin, Sig. Kristjánsson,
Rvík 1919. Mynd skáldsins framan við.
Ljóðmœli eftir Hjálmar Jónsson í Bólu. Jón Porkelsson hefir
búið undir prentun. Á kostnað Hjálmars Lárussonar. I—II.
Sýnishorn af rithönd skáldsins framan við.
Með útgáfu ljóðabóka þessara er hér verið að vinna eitt
af sjálfsögðum verkum hverrar menningarþjóðar, sem sé
að gefa út rit þjóðskálda, klassisku ritin. Jón Þorláksson,
-Jón Thoroddsen og Bólu-Hjálmar — Ijóð eftir þá verða
gefin út meðan íslensk tunga er lesin, gefin út með jöfnu
millibili, hvenær sem »upplagið þrýtur«.
Það hæfir ekki að skrifa »ritdóma« um þessa höfunda.
Þjóðin hefir löngu lagt dóm sinn á þá og sett þá »it
næsta sér« á æðra bekk. Það þarf ekki frekar að ritdæma
þá, en Þjóðverjar ritdæma nýja útgáfu af Faust, eða Eng-
lendingar Shakespeare.
Þó er það athugandi að engin þessi bók hefir áður
komið út nákvæmlega eins og nú. Jón Þorláksson hefir
hér að eins úrval. Utgáfan af ljóðmælum Jóns Thorodd-
sens er aftur á móti »aukin« og Bólu-Hjálmar er hér
fyrst gefinn út svo, að alt er til týnt, sem prenthæft hefir
þótt. En engin bókin breytir þó skoðun manna á skáld-
unum neina vitund. Er þetta sérstaklega athugunarvert
um Hjálmar, og sýnir átakanlega, hve mjög skáld eru og
hljóta að vera metin eftir gæðum en ekki stærð. Hjálmar
er sá sami eftir og áður, þó að nú komi hér eftir hann