Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 97
EIMREIÐIN]
97
Töfratrú og galdraofsóknir.
Eftir Magnús Jónsson.
B. Galdraofsóknirnar.
í þriðja parti Galdrahamarsins
eru reglurnar fyrir því, hvernig
farið skuli að því, að útrýma *
göldrum með galdraofsóknum.
Galdraofsóknunum er þegar í
byrjun gefinn byr undir báða
vængi með því að gera það eins
hægt og unt er að koma galdra-
ináli af stað. Laus grunur er
nógur. T. d. ef það fréttist, að
einhver sveit sé pláguð af göldr-
um, þá er dómarinn skyldugur
að hefjast þegar í stað handa.
Þegar rannsóknardómarinn er kominn, á hann þegar að
festa upp auglýsingar, þar sem hann hvetur alla til að
ákæra þá, sem grunaðir kunna að vera af einhverjum
ástæðum. Vel má kirkjan launa þeim, sem rösklega ganga
fram í því að ákæra, annaðhvort með blessunum og fyr-
irbænum eða jafnvel með peningum. Tekið skal einnig
móti nafnlausum kærum.
Ekki er Galdrahamarinn sérlega vandur að vitnum. í
galdramálum eru allir fullgild vitni. Bannfærðir menn,
ærulausir, meðsekir, strokumenn, jafnvel galdrakonur,
sem þó voru taldar sjálfsagðar að Ijúga hverju orði, jafn-
vel þær eru fullgildar að vitna móti öðrum gaidrakonum.
Börn á óvitaaldri máttu einnig bera vitni, menn á móti
konum sínum og konur móti mönnum sínum.
Verjanda er galdrakonum gert illmögulegt að hafa. Að
vísu er þeim leyft það, en á sama tíma er búið svo um
hnútana, að enginn skuli þora að gerast verjandi í slík-
um málum, því að Galdrahamarinn telur slíkt mjög grun-
7