Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 35
EIMREIÐIN]
BOLSJEVISMI
35
kvæmdarnefndin, en lýðfulltrúarnir semja þau, og hefir
hver um sig aðstoðarnefnd. Reglugerðir og fyrirskipanir
gefa lýðfulltrúarnir út, en það virðist nokkuð óljóst, hver
munur sé á þeim og lögunum. Þess er enn fremur að
geta, að bæði kyn hafa nákvæmlega sömu rjettindi, að
umboðsmenn eru valdir að eins til sex mánaða og að þá
má endurkalla hvenær sem er, en endurkall er í því
falið, að þeir, sem völdu umboðsmanninn, geta tekið af
honum umboð það, er þeir gáfu honum og fengið það
öðrum í hendur. Þess er einkum að gæta, að umboðs-
nefndirnar eru myndaðar af umboðsmönnum /delegate/,
en ekki óháðum fulllrúuin (representative). Umboðsmönn-
unum eru gefnar fyrirskipanir, sem þeir, er þá kusu, geta
breylt; og sé þeim fyrirskipunum ekki hlýlt, eru um-
boðsmennirnir endurkallaðir.
Afstaða og
framkoma
bolsjevika
gagnvart
öðrum
rikjum.
Þegar bolsjevíkar komust til valda (í nóvbr.
1917), varð Lenin forseti Iýðveldisins og hefir
verið það síðan, en Trotzky gerðist utanríkis-
ráðgjafi. Þeir höfðu fyrir fram lofað að semja
frið, fá landið í hendur sveitamönnum og iðn-
aðinn í hendur verkamönnum. Þeir gengu
skjótt og sleitulaust til verka eftir því sem þeir höfðu
gefið loforð til. Þeir sendu Miðveldunum og Bandamönn-
um friðartillögur sínar 20. nóvbr. Bandamenn voru ekki
seinir til mótmæla og hótuðu, að frekari tilraunir til þess
að semja sérfrið skyldu hafa alvarlegar afleiðingar. Þann
24. nóvbr. sendi bolsjevíkastjórnin yfirlýsingu til alþýð-
unnar í öllum löndum um það, að rauði herinn á Rúss-
landi mundi ekki fyrir nokkurn mun úthella blóði sínu
að boði erlendra auðvaldsstjórna.
Bolsjevíkar birtu því næst leynisamninga þá, er við
komu Rússlandi, og olli það Bandamönnum mikillar
gremju og óþæginda. Þetta hafði mikil áhrif á almenn-
ingsálitið, en meðal stjórnmálamanna Bandamanna vakti
það bitrustu hefndarlöngun.
Vopnahlé milli Rússa og fjandmanna þeiria var samið
5. desbr., en 22. s. m. byrjuðu friðarsamningar í Brest-