Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 57
EIMREIÐIN]
ARNGERÐUR
57
hver höfðingjabragur var á þeim og heimili þeirra, sem
aðra skorti. Þau voru betur mentuð en önnur bændahjón
i Grundardal. Ætt þeirra beggja var göfug og rakin til
ýmsra stórmenna. Konan á Stórubrekkum kendi heima-
sætum í Grundardal vefnað og hannyrðir, og ungir
bændasynir lærðu garðrækt, söðlasmíði og trésmíði af
Stórubrekkubóndanum. Hann var einn af þeim fáu al-
þýðumönnum þar um slóðir, sem sjálfur hafði sótt menn-
ingu til annara landa. Alt benti til þess, að Stórubrekku-
systurnar myndu fá göfug gjaforð. Þær voru fimm saman,
en enginn bróðir. Tvær þeirra giftust álitlegum embættis-
mönnum og tvær ríkum óðalsbændasonum; en sú, sem
var talin fremst þeirra allra, giftist aldrei. Það var Arn-
gerður.
Til þess lágu þessi atvik:
Þegar Arngerður var tvítug, lofaðist hún á laun syni
bóndans á Litlubrekkum. Sá piltur var fríður og vel að
manni, en foreldrar hans voru fátæk, og þóttist hann
vita, að Arngerður myndi ætluð einhverjum ríkari og ætt-
stærri en sér. Hann var stærilátur, þótt fátækur væri, og
vildi ekki biðja Stórubrekkubóndann um dóttur hans á
meðan hann hafði ekkert að bjóða nema tvær hendur
tómar. Þau Arngerður hittust oft á laun í skógargili á
milli bæjanna. Arngerður vildi fá hann til þess að tala
við foreldra sina, en það aftók hann. »Eg á nógan auð
handa okkur báðum«, sagði hún. En þá varð hann
þungur á svip. »Eg get ekkert þegið, Arngerður! nema
ást þína. Eg verð að vinna mér sjálfur auð og álit áður
en eg tala við foreldra þína«. Hún varð að láta hann
ráða. Hann var svo skapheitur og stórlátur.
Þannig liðu tvö ár.
Einu sinni, þegar þau hittust í skógargilinu, var hann
venju fremur glaður.
»Nú skal eg segja þér sögu, Arngerður! Eg hefi fundið
leiðina til gæfulandsins, og mig skortir hvorki hug né
dug, ef þú vilt bíða min«.
»Bíða þín —! Ætiar þú þá eitthvað langt í burtu?«
spurði hún með áhyggjusvip.