Eimreiðin - 01.01.1920, Qupperneq 16
16
JÓHANN SIGURJÓNSSON
(EIMREIÐli,
sem er sjálfkjörinn til mannaforráðs fyrir vaskleika sakir
og vinsælda. Hann er nýkvæntur Hildigunni, stórlyndri
konu og stoltri, sem elskar hann svo heitt, sem kona get-
ur manni unnað. Henni er vafalaust best lýst af öllum
persónum leiksins, hún er göfug bæði að ætt og innræti,
heil og hrein eins og mjöllin.
Þetta eru þá höfuðpersónur leiksins, fyrir utan þá Mörð
og Skarphéðin, og er þeim öllum lýst af svo skörpum
skilningi og svo djúpsærri mannþekkingu, að ekki munu
aðrir leikritahöfundar nú á tímum gera betur. Höfundin-
um hefir hepnast miður með Mörð, en þó til nokkurrar
hlítar. Skarphéðinn hefir orðið verst úti, en þó mundi alt
ámælislaust, — ef ekki væri annað listaverk til saman-
burðar.
En Njála er til. Eg vil játa, að mér varð hverft við,
þegar eg heyrði að Jóhann hefði tekið sér fyrir hendur
að snúa Njálu í leikrit. Ýmsir útlendir rithöfundar hafa
áður reynt sig á því, að semja leikrit eða skáldsögur út af
henni, og er enginn vafi á því að Jóhanni hefir tekist
miklu betur en nokkrum þeirra. En þó hefir verkefnið
reynst honum ofurefli. Allar söguhetjurnar hafa minkað í
höndum hans, nema Höskuldur og Hildigunnur, en þeim
er báðum litt lýst í Njálu, svo að þar hefir hann haft
frjálsari hendur. Hér verður ekki farið út í samanburð á
leikritinu og sögunni, það yrði of langt mál. Eg vil að
eins benda á Njál. Njáll leikritsins er góður, en gamli Njáll
er enn þá betri, og lesandinn neyðist til þess að bera þá
tvo saman. Gamli Njáll var fámáll, en orð hans voru þung
af viti og lífsreynslu, nú er hann orðinn miklu margmálli
og seilist stundum lengra en hann nær eftir andríkum
samlíkingum og háfleygum hugsunum. Þó hefir tekist enn
þá ver til með Skarphéðin í leikritinu, hann er þar að
eins ginningarfífl, og hinn stórskorni svipur sögukappans
hefir næstum því máðst af í meðförunum. Sannleikurinn
er sá, að Jóhann hefir reist sér hurðarás um öxl, hann
hefir lagt hönd á gamalt, guðdómlegt listaverk, sem hefir
slaðið af sér straum margra alda, til þess að gera úr því
nýtt listaverk. Slíkt hepnast mönnum aldrei. í leikriti hans