Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 4
4
HANNES HAFSTEINN:
lífi þess sje það, að flytjast til heitari hjeraða í hlýrra loftslag.
Jiau ætluðu og þegar að gjöra það, en kvittir bárust þá Brandi
um, að sveitin segði, að presturinn, sem krefði af þeim, að
þeir fórnuðu öllu eða engu, ætlaði nú að flýja sjálfur. Hann
finnur og þá þegar, að hann má eigi fara vegna köllunar þeirr-
ar, er hann trúir á, og endirinn verður sá, aS hann velur að
verða kyrr. Agnes lætur undan, barnið deyr.
Næstu jól eftir að barnið dó ber við þetta, er kaflinn
segir frá. Agnes er orðin máttþrotin andlega og líkamlega,
bæði af því, að fylgja Brandi í baráttu hans og trúarofsa, og
ef til vill einnig sjúk af loftslaginu nyrðra þar. Hún saknar
barnsins ákaflega, og meðvitundin um, að hafa sljáf átt þátt
í að velja því dauða og einhver leyndur efi um það, hvort
þau hafl fórnað barni sínu með rjettu, nagar hjarta kennar.
Hún elskar Brand og lýtur honum fús, en undir niðri skelfur
hún fyrir krafti hans.
Næstu jól á unaan hafði barnið verið heilbrigt og glatt,
og leikið að jólaljósunum.