Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 63
KVÆÐI.
63
C jeg finn, hve hjartans huldu lindir
hverfa rótt íandans djúpu höf;
engin tálman ill þeim burtu hrindir,
yfir hafið svífa skuggamyndir, —
pað er eilífleikans leynda gröf.
Eeyndar veit jeg, stóra, stolta hjarta,
stríði helzt þú berjast vildir í,
þar þú vildir þínum Ijóðum skarta,
þar þú vildir hljóta kransinn bjarta,
vildir stríða’, og vinna hann í því.
En það verða einnig hlje í stríðum,
eru rákir logns um sævarhvel,
stundir, þegar gremjan gleymist lýðum,
gleymist, að þeir hrekjast fram með tíðum,
til að líða, stríða’ og hljóta hel.
Og um þessar yndislegu stundir
er jeg fullu sáttur heiminn við;
sezt jeg hugrór húsvegg mínum undir,
hægur nætursvali kyssir grundir, —
andvarp breytist mitt í kvæða-klið.
Gleði.
Hvað gef jeg um gullöldur veiga!
Af gleðinni hefi jeg nóg.
Lát kallhrofin kaldlyndu teyga
sem koma frá volki á mannlífsins sjó.
Hvað gef jeg um gullöldur veiga
ef glaðlega meyju jeg hef,
og með henni munardrykk teyga
og munngátið ástkossa þygg bæði’ og gef!