Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 59
UPP OG NIÐUft.
59
að bera það allt saman? rMeðan mannfjelagið viðurkennir
ekki rjett einstaklinganna til að líða vel, er ekki von,
að margir þori að taka sjer hann sjálfir. það er auð-
vitað, að jeg tala hjer ekki um þann lagalega rjett. Nei
almennings dómurinn er það voðavald, sem oftast er beitt
með mestri harðneskju, mestu gjörræði, og um hann er
jeg að tala».i
*
* *
|>að er lokið prestsvígslu í dómkirkjunni íReykjavík;
nýi presturinn opnar hurðina að prjedikunarstólnum og
kemur fram í hann; það var Gunnlaugur; hann tekur
blöðin upp úr hempuvasanum og leggur þau þar, sem
þau eiga að liggja. Svo lítur hann yfir söfnuðinn og það
hleypur ískaldur sviti fram um ennið á honum. Svo
tekur hann hvíta klútinn upp, þurkar framan úr sjer og
svo byrjar hann á ræðunni. Málrómurinn er dálítið
óstyrkur framan af, en styrkist eftir því sem fram í ræð-
una dregur.
þ>að þótti undurfalleg ræða, sem hann sjera Gunn-
laugur hjelt við vígslu sína. Hann talaði svo hjartnæmt
um allt, sem hann minntist á, einkum um trúna.
«þ>ar er þá Gunnlaugur orðinn prestur», sögðu menn
um kveldið heima hjá sjer, meðan hann var í veizlunni
hjá biskupnum.
«þ>að er bara þetta gamla. [>að mátti nú svo sem
æfinlega geta því nærri, að hann yrði prestur», sögðu
sumir.
«Guði sje lof, að þessum miklu gáfum verður nú
varið í hans þjónustu og honum til dýrðar», sögðu þeir
trúuðu.