Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 40
40
EINAK HJÖRLEIFSSON:
stundum andann hennar á andlitinu og hálsinum á sjer.
En andi ungra og fríðra kvenna er einkennilegur að því
leyti, að hann hefur truflandi áhrif á hugsanir ungra karl-
manna. Yar hann því oft lengur að átta sig á spilunum
hennar, en annars mundi hafa orðið, og þurfti að sitja
lengur í þessum stellingum.
Sigurbjörg roðnaði fyrst, þegar hann skoðaði spilin
hennar á þennan hátt, en hún færði sig þó ekkert undan.
Svo hætti hún að roðna, því að slíkt kemst upp í vana
eins og annað.
fess var getið í byrjun frásögu þessarar, að Sigur-
björg var lofuð. Unnusti hennar var bóndasonur úr sömu
sveitinni, sem faðir hennar bjó í. f að var á engra manna
vitorði nema nánustu ættmenna þeirra, og Gunnlaugi var
það því með öllu ókunnugt.
Uví fór svo fjarri, að spilatímar þessir væru vel fallnir
til að glæða minninguna hjá Sigurbjörgu um unnusta
hennar og styrkja tryggðina við hann, að hver þeirra
gjörði sitt til, að upp ræta mynd hans úr huga hennar.
þ>að var þessi gamla saga, sem svo oft verður ný í heimi
þessum: gamli unnustinn gleymdist, en sá nýi stóð henni
jafnan því glöggar fyrir hugskotssjónum.
Brjef Gunnlaugs til vinar hans.
Bezti vinur!
þ>að er langt þangað til pósturinn kemur, og því
lengra, þangað til hann fer hjeðan aftur, og þó sezt jeg
strax niður að skrifa þjer. Jeg verð að gjöra það; jeg
þarf að segja einhverjum, hvað jeg er að hugsa um á
degi hverjum, en hjer þekki jeg engan, sem jeg vil
segja það.