Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 91
KÆRLEIKSHEIMILIÐ.
91
«Nú ertu kærastan mín» sagði Jón og þrýsti Önnu
að sjer og kyssti hana.
«Já», sagði Anna í hálfum hljóðum og lagði annan
handlegginn um háls Jóni, en faldi kafrjóða andlitið sitt
við brjóst hans, svo gulu lokkarnir komu við kinnina á
honum.
jpegar þau komu heim að Borg, var allt fólkið komið
heim og háttað, nema J>uríður gamla var á fótum og
kallaði á Jón son sinn og sagðist þurfa að tala við hann.
Anna flýtti sjer að hátta. Hún vildi sem fyrst geta
sofnað, svo að hana gæti dreymt eitthvað um Jón; hún
flýtti sjer að lesa bænirnar sínar, bað innilega fyrir Jóni
og svo sjer, og svo lokaði hún augunum. Hún fór að telja,
til þess að sofna þess fyr, en hún komst ekki lengra en
að 17.
Jóni var ætíð fremur lítið gefið um að ganga á ein-
tal með móður sinni, en þetta kveld hafði hann allra sízt
biðlund til að taka á móti langri prjedikun.
furíður svaf ein í læstu tveggja stafgólfa herbergi,
sem var þiljað af næst baðstofuþilinu.
pangað fór hún með son sinn, læsti vandlega á eftir
sjer og sagði svo við hann:
«Hvað eiga þessir útúrdúrar í ykkur Önnu að þýða?
Getið þið ekki fylgzt með fólkinu?».
þ>að fór að fara um Jón, þegar hann heyrði hver sökin
var, honum þókti ráðlegast að svara fáu.
«Geturðu ekki svarað móðurmyndinni þinni?» bætti
|>uríður við og tók í öxlina á Jóni.
«J>að — var ekkert. Við urðum bara seinni til en
hitt fólkið».
«Seinni til. J>að er altalað um alla sveitina, að þið
Anna sjeuð að draga ykkur saman. Skilurðu það, ættar-
skarnið þitt, það er verið að eigna þjer sveitastelpu, sem
enginn veit hvort nokkurn tíma hefur átt föður eða móður
og á ekki skóbótarvirði? Skilurðu það?». Og um leið
hristi hún öxlina á Jóni.