Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 82
82
BERTEL E. Ó. |)OBLEIFSSON:
ja, — jeg kem mjer varla að því að segja það» — og
svo hvíslaði hún því að henni.
«Hvað segirðu! — í sama rúminu öll saman! — guð
minn góður hjálpi mjer!» hrópaði frú Abel upp yfir sig.
«Já, — fyrir stundu síðan hefði jeg heldur ekki trúað
því, að slíkt gæti átt sjer stað», sagði frú Warden, «en þegar
maður hefur sjálfur sjeð það, sjálfur gengið úr skugga
um». —
«Jesús góður — en hvað þú skyldir þora að fara
þangað, Emilía».
«Mjer þyrir vænt um, að jeg hefgjörtþað, en einkum
prísa jeg hamingjuna fyrir, að fátækrastjórinn kom svo
mátulega. þ>ví eins og það er hugsvölun að því, að rjetta
þeim fátæklingum hjálparhönd, sem þrátt fyrir örbirgð og
allsleysi lifa hreinferðuglega og hóflega í orði og verki,
eins hefði það verið hörmulegt, ef jeg hefði orðið til þess,
að hjálpa öðru eins fólki til þess að svala vondum til-
hneigingum sínum».
«Já — það er líka satt — mjer er ómögulegt að
skilja í því, hvernig menn í kristnu mannfjelagi — skírðir
og staðfestir — geta orðið svona. |>eir hafa þó á hverjum
degi — að minnsta kosti á hverjum sunnudegi — tæki-
færi til þess, að hlýða á guðrækilegar og uppbyggi-
legar prjedikanir, og biblían er — eftir því, sem jeg hef
heyrt — ótrúlega ódýr».
«Já — og þegar við svo hugsum urn það», sagði frú
Warden, «að jafnvel heiðingjar — sem ekki hafa nein af
þessum gæðum — að jafnvel þeir hafa ekki neina afsökun
— því þeir hafa samvizkuna».
«Og sú raust talar í sannleika fullhátt og skýrt við
hvern þann, sem vill heyra», sagði frú Abel með sann-
færingu.
«Já — það veit sá, sem allt veit», sagði frú Wardon
og horfði fram undan sjer með alvöru brosi.
Yinkonurnar föðmuðust hjartanlega og kvöddust með
kossum í þetta sinn.