Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 100
100
GESTUR PÁLSSON:
yissi líka, að nú gæti Jón þó skrifað sjer til, fyrst liann
væri kominn frá Borg.
þ>að var fáförult um á Hrauni, en kæmi þar maður,
vonaðist Anna allt af eftir, að hann væri með brjef til sín.
En enginn hafði neitt brjef til kennar. Kristján ráðs-
maður kom aftur að sunnan, pósturinn fór um sveitina
optar en einu sinni, en ekkert brjef kom frá Jóni. Menn
sögðu, að bann væri í Reykjavík að læra ensku og að
honum liði vel.
pegar fór að líða fram á vorið, fór Anna að verða
lasin og því meir sem á leið.
Einn dag, nokkuru'eptir sumarmálin, sendi Gróa gamla
þ>orgeir óvita eftir furíði á Borg; hún var helzta yfirsetu-
konan þar í sveitinni.
Önnu gekk vel og fæddi hún meybarn, sem Gróa
sagði að væri það fallegasta og efnilegasta barn, sem hún
hefði sjeð á æfi sinni, enda líktist það mjög ömmu sinni
í föðurættina.
Skömmu eftir að Anna fæddi,~sofnaði hún og hjelt
hendinni yfir um litla barnið sitt.
þ>egar hún vaknaði var barnið horfið.
furíður á Borg var farin á stað og hafði tekið barnið
með sjer.
Anna rak upp óttalegt hljóð, og þegar Gróa sagði
henni, aðþ>uríður sín hefði'gert það miskunnarverk að taka
barnið, þá kom það æði yfir hana, að forgeir óviti átti nóg
með að halda henni.
Æðið fór reyndar af henni eftir skamma stund, en
hún varð óttalega veik, talaði ekki annað en óráð og hróp-
aði í sífellu á barnið sitt. Gróa gamla var farin að tala
um, að «guð mundi ætla að sýna henni þá náð, að taka
hana til sín», en það varð þó ekki.
Onnu fór að smábatna, en þó lá hún rúmföst langt
fram á vorið.
Skömmu fyrir túnsláttinn gat hún klæðzt í fötin, en
hún var svo óstyrk, áð hún gat ekki gengið, og bar |>or-