Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 81
ALEX. KJELLAND: SAMVIZKAN GÓÐA.
81
fyrir blöðum og dúkun.:; kom henni mjög á óvart að sjá
vinkonu sína koma svo fljótt aftur.
«Nei — Emilía ertu komin aptur. Jeg var ein-
mitt rjett í þessu að segja saumastúlkunni að hún mætti
fara. Jeg missti alveg löngunina til þess, að fá mjer
nvjan kjól við það, sem þú sagðir áðan; jeg get líka vel
verið án hans», sagði gæðakonan hún frú Abel, en þó fór
titringur um varirnar á henni, um leið og hún sagði það.
«í>að verður hver að fara eptir sinni samvizku» sagði
frú Warden stillilega, «en jeg held nærri því, að maður
geti verið of samvizkusamur».
Frú Abel hvessti á hana augun ; þessu átti hún ekki
von á.
«Já, bíddu nú við þangað til jeg er búin að segja
þjer frá því, sem fyrir mig hefur borið», sagði frú
Warden.
Hún sagði nú frú Abel upp alla söguna af sjer og
ferð sinni; fyrst lýsti hún með vel völdum orðum loftilla
klefanum og örbirgð fólksins, svo sagði hún henni frá
budduhvarfinu.
«Já, maðurinn minn segir nú líka allt af, að þess konar
fólk geti ekki óstelandi verið», sagði frú Abel.
•Maðurinn þinn hefur víst meira fyrir sjer í því, en
við kannske höldum», sagði frú Warden,
Svo sagði hún frá fátækrastjóranum og vanþakklæti
því, sem hann ætti að sæta af mönnum þessum, sem hann
þó dags daglega æli önn fyrir.
En þegar hún fór að segja henni frá því, sem hún
hafði heyrt um fyrri æfi konunnar, og þó einkum þegar
hún sagði henni allt um hagi ungu stúlkunnar, þá varð
gæðakonunni henni frú Abel svo mikið um, að hún varð
að segja vinnukonunni að sækja portvín. þ>egar vinnu-
konan kom með portvínsflöskuna, hvíslaði frú Abel að
henni: «Láttu saumastúlkuna bíða».
— «Og svo geturðu ímyndað þjer», sagði frú Warden,
6