Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 89
KÆRLEIKSHEIMíUÐ.
89
og vinnukonurnar voru brosandi að tala utan að því við
hana, að hún byði þeim í veizluna sína, þegar þar að kæmi,
en Anna sagði hlægjandi, að þær yrðu víst að bíða lengi
eftir þeirri veizlunni, en gat þó ekki að því gert, að hún
roðnaði dálítið við.
J>eim kom ofboð ,vel saman Jóni syni þuríðar og
Önnu; það fór oftast nær svo, hvernig sem það atvikaðist,
að þegar tvö áttu að gera eitthvert verk, þá urðu það Jón
og Anna, sem þegjandi tókust það á hendur. Ef að rifja
átti flekk, þá hlupu þau tvö á undan öllum öðrum, og þegar
hitt fólkið kom, þá sögðu þau bæði, að flekkurinn væri
svo lítill, að það þyrfti ekki nema þau tvö. Svo rifjuðu
þau tvö ein og hálf-flugust á um hvern rifgarð, því Jón
vildi ekki fá kellinguna og Anna vildi ekki fá kallinn.
Fengi svo Jón samt sem áður kellinguna, þá settist Anna
niður í miðjan flekkinn og skellihló að honum, þangað
til Jón kom til hennar, og sagði að hún væri kellingin,
þá blóðroðnaði hún út undir eyru, stökk upp og hljóp í
næsta flekk, svo að Jón gat naumast fylgt henni.
þannig gripu þau hvert tækifæri, sem þau fengu, til
þess að vera tvö ein saman, og voru allt af að gera að
gamni sínu; það kom valla fyrir, að þau töluðu eitt orð
í alvöru. Jón var annars hægur og fámálugur, en þegar
þau Anna voru saman, þá var öll stifling hans horfin;
hann ljek við hvern sinn flngur og var svo fyndinn, að
Anna hló að hverju orði sem hann sagði. Aftur á móti
var Anna einhvern veginn stilltari eða alvarlegri, en hún
átti að sjer, þegar hún var ein með Jóni; hún ljet hann
hafa fyrir að skemmta þeim báðum, og skaut svo endrum
og eins stöku gamanyrðum inn í.
þ>að má geta því nærri, að gamla þuríður vissi ekkert
um það, sem vinnufólkið kallaði «samdráttinn í ungling-
unum á heimilinu». Öllum var vel bæði við Jón og
Önnu og allir vissu það, að þuríður mundi ætla syni sínum
annað kvonfang en sveitarstelpuna. þess vegna þögðu
allir um það við þuríði og Kristján ráðsmann, sem í