Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 46
46
EINAR HJÖRLEIFSSON:
í sumar, þá munum við mega verða af henni, hvort
sem er».
«Giftast ?» sagði Gunnlaugur. «Hvað, hvað».
«Já þetta er náttúrlega kærastinn hennar Sigur-
bjargar», sagði Sveinbjðrn.
Sveinbjörn gætti hvorki þess, að Gunnlaugur varð
fölur, eins og liðið lík, nje að hann beit tönnunum saman
af öllu afli, því að Gunnlaugur gekk út að glugganum,
veik gluggtjaldinu til hliðar og horfði út.
«Kunnið þjer l’hombre, Ólafur?», sagði Sveinbjörn.
Ólafur neitaði.
«Jæja, þá verðum við að slá því upp í vist í kvöld».
Fjórum dögum síðar riðu karlmaður og kvennmaður
fleygivökrum gæðingum upp úr Reykjavík. |>egar þau
riðu fram hjá Skólavörðunni, gægðist maður einn, sem
stóð við norðurhlið vörðunnar, fram hjá eystra norður-
horninu. það var Gunnlaugur. pegar þau voru komin í
hvarf, gekk hann á eftir þeim og upp að Steinkudys. Á
dysinni staðnæmdist hann og mændi eftir þeim. J>egar
þau voru horfin upp af Öskjuhlíð, settist hajin niður á
grjótið og hjelt báðum höndunum fyrir andlit sjer. Hann
grjet þó ekki, en hann skalf, eins og hrísla.
Svona sat hann nokkura stund. Svo stóð liann upp
fljótlega og gekk hratt niður í bæinn. Svo hvarf hann
inn um dyrnar á veitingahúsinu, sem stendur við Að-
alstræti.