Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 111
KÆRLEIKSHEIMILIÐ.
111
borðsálminn með snjailri og skærri rödd, og var hann sung-
inn til enda með aðstoð ýmsra boðsmanna.
Svo var farið að borða.
Fyrst var almenn þögn á, en þegar steikin var búin
og komið var að kökunum, voru þeir, sem næst dyrunum
sátu, orðnir töluvert hýrir og nokkuð háværir; nógu mörg
brennivínsstaup höfðu eigi verið til,og í stað þeirra voru
svo púnsglös fengin þeim, er fremstir sátu. Ekki heyrðu
menn þá fást um það. þ>eir fylltu drjúgu glösin sín
tíðum, og tæmdu þau jafnoft, og voru jafnvel farnir að
orða það við Gunnlaug gamla á Botni, að syngja «Ann-
ars erindi rekur», áður en staðið væri upp frá borðum;
en Gunnlaugur sagðist þurfa að fá sjer svo sem í einu
hálfu enn, svo að söngurinn fórst fyrir um sinn.
]?egar staðið var upp frá borðum, voru borð og bekkir
bornir burt úr stofunni og þvi næst farið að dansa. Brúð-
hjónin dönsuðu saman fyrst, og allir tóku eftir því, að
svipur brúðguma var allur annar nú, en undir hjónavígsl-
unni. Hann var svo rösklegur og kallmannlegur, að það
var eins og hann hefði lifað ár síðan, að hjónavígslan var
haldin yfir honum, og að honum hefði farið fram áhverri
viku á þeim tíma.
«|>að hefur glaðnað yíir mörgum fyrir minna, en alla
Borg og allt Borgar-búið», hvíslaði Gunnlaugur í Botni
að kunningja sínum, en svo hátt, að allir hevrðu í stof-
unni, því að hann hafði fengið sjer rúmlega í einu
hálfu til.
«Fyrir það skyldi jeg giftast öllum skrýmslum á ís-
landi, lagsi», bætti hann við jafnhátt.
Til þess að firra hneyxli, var nú það ráð tekið, að
láta Gunnlaug og nokkura hina óæðri menn, fara yfir í
herbergi þiljað, er gagnvart var stofunni. par fóru þeir
að drekka púns allfast. Og svo var farið að syngja. J>að
var byrjað með tvísöng og fór Gunnlaugur upp; en eftir
því sem leið á kveldið Qölgaði röddunum, og loks