Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 106
106
GESTUR PÁLSSON:
um þitt ráð, og nú er jeg loksins komin að niðurstöðu.
Annaðhvort skalt þú giftast, og það bráðlega, þeirri stúlku,
sem jeg af einlægum móðurhug vel þjer, eða jeg gef burt
allar eigur mínar, svo að þú skalt ekki skildingsvirði af
njóta, og jeg skal jafnlítið kannast við þig, sem minn
son, sem þú, með því að neitavilja mínum, kannast viðmig
sem kristilegt foreldri þitt.
Sú stúlka, sem jeg hef valið þjer, er vænsta og helzta
stúlkan í þessu hjeraði, hún Guðrún á Bakka, svo að þú
getur víst tæplega kvartað undan vali rnínu. fjann ráða-
hag hef jeg hugsað mjer þjer til handa, frá því að þú fæddist,
og hefur það verið með vilja og samþykki sjera Egg-
erts míns, og nú hef jeg undir fjögur augu, fyrir nokkurum
dögum farið þess á leit við Guðrúnu mína, að hún ætti
þig, og hún hefur þá trúað mjer fyrir því, blessunin, að
henni hafi allt af þótt vænt um þig, síðan þú komst á
legg, og að hún hafi mðrgum sinnum grátið yfir þessu
standi með þig og sveitastelpuna. Svo fór jeg til sjera
Eggerts míns og sagði honum frá öllu, og með hans vit-
und og aðstoð skrifa jeg þjer nú þetta brjef.
Jeg skal ekki leyna þig því, að neitir þú þessu boði
mínu, gef jeg Guðrúnu minni á Bakka allt, sem jeg á,
bæði jarðir og lausafje, þó með því skilyrði, að hún megi
aldrei láta þig eitt skildingsvirði af því fá. Hún mun
valla amast við mjer í horninu hjá sjer.
Rúmri viku fyrir rjettirhar sendi jeg mann með hesta
eftir þjer suður, og verður þú þá að vera búinn að hugsa
þig um. Gangirðu að þessu síðasta tilboði mínu til þín,
þá skaltu kaupa leyfisbrjef hjá amtmanninum og koma svo
til okkar, mín og unnustu þinnar. Jeg skal taka þjer,
eins og móður ber að taka töpuðum syni, sem hún hefur
aftur fundið, og Guðrún mín mun taka þjer eins, og
hennar hjarta segir henni.
Viljirðu ekki hlýðnast orðum móður þinnar, á sendi-
maður minn að reka hestana lausa heim aftur. fá erum
við skilin.