Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 112
112
GESTUR PÁLSSON:
urðu þær jafnmargar og nefin voru, því að hver söng
með sínu.
í stofunni fór dansinn að smáminnka; menn fóru að
fá sjer í staupinu, og tala um ýms hjeraðs- og sveitarmál.
|>að var talað um, að þar sem svo margir væru saman
komnir, ættu menn að stofna eitthvert fyrirtæki, eða
styrkja einhvern bágstaddan. það var Jón brúðgumi, sem
fyrstur vakti máls á því.
«Jegstingupp á því, að við bændamyndirnar, sem hjer
erum saman komnir, sendum honum Birni á Krossi sína
ána hver í fyrra málið», sagði nefndarbóndi einn. «Hann
missti meir en helming af ánum sínum úr bráðasótt í
fyrra vetur, og þó að hann sje mestur dugnaðarmaður af
okkur öllum, þá rjettir hann aldrei við, ef hann fær enga
hjálp; og það er nauðsynlegt, að gera það strax, því að
annars kemur hjálpin kannske of seint».
fað var góður rómur gerður að þessum orðum; allir
könnuðust við, að Björn væri hjálparþurfi, og að hann ætti
fyllilega hjálpina skilið fyrir dugnað sinn og fram-
taksemi.
Sjera Eggert fannst það líka, og hann sagði, að eng-
inn skyldi verða fyrri til að gefa honum, en hann. En
því bætti hann við, að hve nær sem hann gæfi eitthvað,
eða gerði eitthvað gott, þá ljeti hann sig það ætíð miklu
varða, að gjöfin væri móttekin með því rjetta hugarfari,
með sannri auðmýkt og hræsnislausu þakklæti við sinn
sannkristna bróður, er gjöfina gæfi, og gjafarann allra góðra
hluta. Hann sagðist ekki þekkja hugarfar Bjarnar, nú sem
stæði, en seinast þegar þeir hefðu komið saman í hrepps-
nefndinni og átt þar saman að sælda, þá hefði hann fullkom-
lega fundið það, að þetta mótlæti hefði ekki haft þau
áhrif á hann, sem það hefði átt að hafa; allt mótlæti og
alla reynslu sendi forsjónin mönnum til þess, að mýkja
hjartað, og vekja efsku til bræðranna. Hvorugt þetta
sagðist hann hafa fundið hjá Birni, og sitt ráð væri það,
að láta mótlætið reyna Björn dálítið meir, svo að hann