Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 113
KÆRLEIKSHEIMILIÐ.
113
kæmist inn á þann rjetta veg. þ>að mundi verða honum
og sálarvelferð hans affarasælast.
puríður var strax á máli prestsins, og vinir beggja
tóku undir með þeim, svo að þeir, sem Birni vildu hjálpa,
voru svo ofurliði bornir, að ekkert varð úr samskotunum.
Menn fóru nú að verða töluvert kenndir. Sjera.Eggert
og puríður sátu á eintali úti í horni, og töluðu svo inni-
lega um börn sín, sveitastjórn og kirkjumál, að báðum
vöknaði um augu; sjera Eggert hafði reyndar drakkið tölu-
vert af púnsi áður, og þuiríður hafði líka hresst sig dálítið,
hún þurfti, eins og eðlilegt var, að drekka prestinum sínum
til. Kristján sat á bekk alllangt frá, hann teygði frá sjer
fæturna, og hallaði sjer með hendur í vösum upp að
veggnum og einblíndi stórum augum í hornið, þar sem
hann endrum og eins heyrði til foreldra brúðhjónanna, en
ekkert sá hann, því sjónin var orðin svo döpur, þegar á
kveldið leið.
Brúðurin var að tala við konurnar; hún hló dátt,
þegar þær gerðu eitthvað að gamni sínu við hana og
gleðin skein út úr henni. fær voru svona að fleygja því,
að nú mundi bráðum mál að hátta. Stundum gekk hún
út í hornið til föður síns og þuríðar, og þá kysstu þau
hana á víxl. Guðrún hafði aldrei verið eins lagleg og
þann dag; brúðarskartið fór henni svo vel, og gleðin gerði
hana svo unga, að hún leit ekki út fyrir að vera meira
en um tvítugt.
fegar komið var yfir miðnætti, bauð furíður «í nafni
brúðhjónanna» öllum gestunum að vera um nóttina; «nú
væri valla fært um sveitina fyrir iflviðri, enda væri nú
kornið kolniðamyrkur», og sagðist hún ekki AÚlja, að «nein
slys, hversu lítil sem væru, hlytust af þeim gleðiviðburði,
sem hjer hefði orðið i dag».
Allir gestirnir tóku boðinu með þökkum, og þókti
boðið rausnarlegt og þ>uríði líkt.
Hinir óæðri menn fóru nú að koma inn í stofuna
aftur, því þeim fannst, að hinir meiri mennirnir væru nú