Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 39
UPP OG NIÐUR.
39
Hvort sem þau ræddu þetta mál lengur eða skemur,
þá varð sá endirinn á, að Gunnlaugur lofaði að koma þangað
bráðlega aftur, til að kenna Sigurbjörgu undirstöðuatriðin í
l’hombrespiiinu.
þ>að leið og beið fram eftir vetrinum. Gunnlaugur
kom alloft í húsið til Sveinbjarnar, til þess að kenna
Sigurbjörgu, og komur hans urðu æ tíðari og tíðari. J>að
þurfti náttúrlega að flyta náminu sem mest, til þess að
sem fyrst mætti fara að skemmta Sveinbirni gamla. þJó
gekk námið heldur tregt; olli því ekki gáfnaskortur Sigur-
bjargar, heldur hitt að ýmislegt tafði fyrir. fegar Svein-
björn gamli var heima, tafði hann sjálfur fyrir þeim með
gamanyrðum sínum; spunnust oft út úr þeim langar um-
ræður. þegar þau voru ein, töfðu þau fyrir sjer sjálf.
þ>au höfðu um svo margt að tala, bæði heiman að úr
sveitinni, og lífið í Beykjavík. Stundum kom Gunnlaugur
líka með danskar bækur, til þess að lána henni. f>urf'tu
þau oft að lesa ýmsa fallega kafla úr þeim saman. Og þó að
þau ekki gæfu sig við öðru en spilunum, gekk námið ekki
svo liðugt, sem það hefði getað gengið. Eftir að Sigur-
björg hafði lært spilaröðina, spiluðu þau «tveggja manna
l’hombre». Hún var mikið gefin fyrir að «velta því»,
eins og viðvaningum hættir svo mjög við. þ>að var þá
vanalega, að Gunnnlaugur beið eftir því að hún færði hönd-
ina að stokknum, en þá greip hann utan um höndina til
að aítra henni; þurfti hann þá að sjá spilin hennar, til
þess að geta sagt henni, hvort nokkurt vit væri í því að
«velta». En til þess varð hann að snúa sjer dálítið við
á stólnum, og halla sjer nær henni. Var þá stundum að
hann kom með andlitið nær kinnum hennar og hálsi,
heldur en var öldungis óhjákvæmilegt, til þess að geta
sjeð á spilin. Varð þá ekki hjá því komizt, að hann fyndi