Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 119
KÆRLEIKSHEIMILIÐ.
119
þurkaði sjer um augun, og það var eins og bráði af henni
við þenna kostnaðarljetti.
fegar Gróa fór á stað, hitti hún í bæjardyrunum
vinnukonu, sem hjelt á Jónu litlu, barni Önnu heit-
innar.
«Og blessaður unginn, mikið mátt þú þakka, þegar
þú færð vitið til», sagði hún, «að fá að vaxa upp á þessu
blessaða kærleiksheimili og það í foreldrahúsum. Og mesta
lukkan þín ér þó kannske, að hún móðir þín er dáin.
Hún var ólánstetur og aumingi, sem aldrei hefði orðið
þjer til gæfu».
«Ivysstu hana ömmusystur þína, Jóna litla», sagði
vinnukonan, og svo kyssti óvitinn Gróu gömlu, eins og til
að þakka henni ummælin.
Bezti trjesmiðurinn í sveitinni var fenginn til að smíða
um Önnu, og var vandað til alls.
Ungi bóndinn á Borg var um þessa dagana fátalaður,
og eins og hugsi, en þó var hann stilltur vel.
Prestinum og móður hans hafði tekizt að telja honurn
hughvarf, þegar hann morguninn eftir brúðkaup sitt kom
inn í stofuna til þeirra og sagði hátt:
«Hún Anna á Hrauni er drukknuð; jeg veit vel, hvernig
á því stendur, og þið vitið það líka».
Ueim hafði þó tekizt að telja hann ofan af slíkri vit-
leysu, sem þau kölluðu það, að hann ætti nokkurn þátt í
dauða stúlkunnar.
En hann var ekki full-sannfærður. Hann gat ekki
hugsað um annað en þetta eitt, og það var allt af það
sama sem ósjálfrátt datt honumíhug: Hefði jeg átt hana,
hefði þá ekki allt farið öðruvísi? En hefði hannátthana,
þá hefði það dregið þann dilk á eftir sjer, að hann hefði
orðið að sleppa Borg og öllu tilkalli til arfs eftir móður
sína. Var það rjett eða kristilegt, að íieygja því frá sjer,
sem forsjónin með guðs og manna lögum hafði svo að
segja fengið honum í hendur?. Hann hugsaði um allt
þetta aftur og aftur, og allt af var hann í sama efa, ótta-