Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 102
102
GESTUR PÁLSSON:
enn þá vona jegtil?» sagði Gróa og var fremur byrst. «þ>að
er ekki til neins fyrir þig sveitatelpuríuna, vinnukonugreyið,
að vera að hugsa um ríkasta mannsefnið í sýslunni. |>ú
ert ekki það barn, að þú sjáir það ekki».
Anna þagði og leit niður fyrir sig.
«pað er líka svo guði fyrir að þakka, að það eru fleiri
efnilegir menn til en hann Jón», sagði Gróa. «þ>ú ættir,
bezta mín, að eignast reyndan og ráðsettan mann; það
væri þjer fyrir beztu».
Svo varð þögn nokkura stund.
«Eg trúi líka, að einum manni hafi allt af litizt svo
vel á þig blessuð mín», sagði Gróa um leið og hún strauk
Önnu um kinnina. «Ekki get jeg kallað þig forvitna.
Hver heldurðu að hann sje?».
«þ>að veit jeg ekki».
«Ekki nema hann Kristján ráðsmaður; það er nú
mannsefnið, sem fáar mundu neita».
• Hann Kristján4.?» sagði Anna. þ>ettakom svo flatt
npp á hana, að hún sat alveg agndofa.
«Hann Kristján ráðsmaður, já, blessuð mín, víst er
það hann. Hún þ>uríður mín getur vel komizt af með
annan yngri mann sjer við hönd, til þess að sjá um búið
með henni. Hún er líka svo hugul og sínum vinum sinnandi
um allt, blessuð, að henni finnst nú líklega, að Kristján
ætti að fara að eiga með sig sjálfur. Jeg held hún gerði
hann kannske einhvern veginn úr garði. Já, þá stúlku
mætti kalla heppna, sem fengi hann».
«J>að getur vel verið. Jeg vona samt til, að hann
komi ekki til mín», sagði Anna.
«0g því ekki það, barn?».
«Mjer getur aldrei þótt vænt um neinn mann, nema
Jón, og fái jeg hann ekki, þá giftist jegaldrei».
«Hvað ertu að fara með telpa, heldurðu að manni
þurfi að þykja svo fjarska vænt hvoru um annað, þó að
maður giftist. Jeg held, að það ríði meira á því, að maður
fari ekki strax á sveitina».