Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 110
110
GESTUR PÁLSSON:
innsigli kristinnar kirkju og guðsorðs. Að endingu minnti
hann þau á allar skyldur þeirra og lagði þeim ýms kristi-
leg heilræði.
Brúðurin sat, eins og brúði samdi, grafkyr og horfði í
gaupnir sjer, á meðan á ræðunni stóð; en þegar faðir
hennar fór að tala um æskuást brúðhjónanna, þá setti að
henni óstöðvandi grát; hún hjelt klútnum fyrir augun,
og var nærri eins og hún ætlaði að missa öndina af
ekka.
Brúðguminn var rjóður í andliti, eins og sveitapiltar
gerast, en þann dag var hann venju fremur fölur. Hann
þurfti opt undir ræðunni að þurka framan úr sjer svitann,
og þó var ekki á honum að sjá, að það væri hitanum að
kenna.
fegar hjónavígslunni var lokið, þyrptust allir utan
um brúðhjónin, til þess að óska þeim gæfu og blessunar.
Gamla puríður kyssti fyrst Guðrúnu og svo Jón son sinn,
og því næst mælti hún svo hátt, að allir heyrðu:
«Á þeesari hátíðlegu stundu gef jeg ykkur jörðina
Borg með öllu búinu bæði utan húss og innan; jeg vona
til, að þið lofið mjer að hýrast í einhverju horninu hjá
ykkur».
IJetta kom fiatt upp á alla, því að engum datt í hug,
að þuríður mundi fara að bregða búi svo bráðlega, þar
sem hún var enn að sjá með fullu fjöri og umsvifamikil um
alla búsýslu.
þ>að kom sjera Eggert eins óvart og öðrum, og hýrn-
aði svo yfir honum, að boðsmenn þóttust ekki hafa sjeð
hann 1 annan tíma með jafninnilegum ánægjusvip. Hefði
hann vitað tíðindin fyrir hjónavígsluna, mundi honum
hafa tekizt enn betur upp á þessu sínu «ánægjumesta
embættisverki».
Veizlan fór fram í sömu stofunni, sem hjónavígslan
var haldin í; sú stofa var 1 þrem stafgólfum og skipuð
borðum og bekkjum horna á milli. Sjera Eggert byrjaði