Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 45
0PP OG mÐUR.
45
'iSem blossa nálgast flugan fer,
mig færa vil jeg nærri þjer —
brátt hitinn vex, en böl ei þver,
jeg brenn fyr enn mig varir».
fessi erindi hafði Gunnlaugur upp undur lágt, en það
var eins og hann hryndi hverju orði íram með öllu brjóst-
aíli sínu. J>egai' hann hafði endað kvæðið, steiriþögðu þau
bæði nokkura stund. f>aö heyrðist ekkert, nema þungur
andardráttur endrum og sinnum, eins og hann kæmi frá
manni, sem hefði þungt farg á brjóstinu, en fengi lyít því
af sjer endrum og sinnum.
Svo ætlaði Sigurbjörg að fara að segja eitthvað.
Henni varð litið til Gunnlaugs. Hann sat álútur og hallað-
ist fram að stólnum, sem hún sat á. Hún sá glöggt við
glætuna framan í andlit honum, og henni virtust augu
hans loga. Hún kippti að sjer hendinni og ætlaði að
standa upp, en í sama bili greip Gunnlaugur utan um
mitti hennar. Hann setti hana niður í legubekkinn hjá
sjer. Hann lagaði varirnar til að segja «Sigurbjörg», en
það kom ekki fram af þeim nema fyrri hlutinn; það vax
eins og hann biti það sundur í miðj unni. — —--------------
J>að var komið við götudyrahurðina. Sigurbjörg flýtti
sjer að kveikja sem mest hún mátti. Hún hafði að eins
komið glasinu á lampann, þegar Sveinbjörn gamli kom
inn, — en með cðrum manni. Maðurinn heilsaði Sigur-
björgu kunnuglega. Hún vatt sjer það bráðasta út í
eldliús.
«£ið þekkist náttúrlega», sagði Sveinbjörn gamli og
sneri sjer að Gunnlaugi og nýkomna manninum. «En
þjer vitið kannske ekki, Gunnlaugur, í hvaða erindum
hann er kominn. Mannskrattinn ætlar hvorki meira nje
minna en að taka Sigurbjörgu frá okkur. Og það vesta
við það er, að við verðum að sætta okkur við það; við
höfum raunar gott af að venja okkur strax við það, að
hafa ekkert yfir Sigurbjörgu að segja, því að ef þau giftast