Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 71
ALEX. KJELLAND: SAMVIZKAN GÓÐA.
71
«Jeg ætla ekki til maddömu Labiche», sagði frú
Warden með hátíðlegri röddu.
«Jesús góður! — Hvað segirðu —», sagði frú Abel,
og sperrti forviða upp góðlegu og mórauðu augun, svo að
þau urðu kringlótt.
«Jeg skal segja þjer það», svaraði frú Warden, «mjer
finnst, að við getum ekki með góðri samvizku fleygt svo miklu
af penningum út í óþarfa glingur, þar sem við vitum, að
í kotunum hjerna í kringum borgina, já meira að segja
í miðri borginni, rjett við hliðina á okkur, býr fjöldi fólks,
svo hundruðum skiptir, sem ekki á málungi matar, sem
ætlar að deyja úr sulti, hreint að segja, úr sulti».
«Já — en» — sagði frú Abel, og hvarflaði augunum
hikandi yfir borðið og dúkahrúguna, «þaðgengur nú svona
í heiminum, maður veit það — þessa heims gæðum er
misskipt — það er þessi munur».
«Já — en við ættum að forðast, að gera muninn
meiri, miklu fremur ættum við að gera allt, sem í okkar
valdi stendur til þess, að ráða úr honum og minnka
hann», sagði frú Warden, og það var ekki trútt um, að
frú Abel sýndist vinkona sín líta þykkjulega til dúka-
hrúgunnar og tízkutíðindanna um leið og hún sagði
þessi orð.
- þ>að er ósköp ódýrt — það er ekki nema hálfsilki»,
sagði hún lágt.
«Mikil ósköp, Karólína», andæpti frú Warden, «það
fer fjarri mjer að ætla að veita þjer nokkurar átölur. Slíkt
er komið undir hugarfari hvers manns, það verður hver að
breyta eins og honum bezt þykir, og eins og hann þykist
geta gert með góðri samvizku».
|>ær ræddust \áð um liríð, og frú Warden gat þess,
að hún ætlaði sjer að aka út í veslustu kotahverfin til
þess, að sjá með eignum augum hversu örbirgðinni væri
á komið.
Hún kvaðst daginn áður hafa lesið ársskýrslu fjelags
eins, sem hjálpaði bágstöddum, — maðurinn hennar var