Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 53
UPP OG NIÐUR.
53
syo embættisbróðir hans, og unnið með honum að hinu
fagra verki, sem auðvitað var, að hann var að leggja alla
sína miklu krafta fram til.
Jeg fór svo að stytta mjer stundir með því, að taka
saman í huganum ræðu, sem jeg ætlaði að halda fyrir
skál hans um kvöldið.
Loksins kom kvöldið.
prír rjettir höfðu verið bornir inn, og leifarnar teknar
aftur. Fjöldi af ílöskum með góðum vínum höfðu verið
tæmdar og nýjar dregnar upp. Ræður höfðu verið haldnar
og skálar drukknar fyrir konungi, ættjörðinni og ýmsum
stjettum, og fögrum málsgreinum hafði rignt niður. J>ær
höfðu samt ekki komið hart við áheyrendur; þær voru
orðnar ljettar eins og fis og þunnar eins og gullpappír
af sliti.
Jeg var, eins og aðrir, orðinn vel lireyfur. Jeg sló
með gafflinum í eitt vínglasið mitt og stóð upp; jeg byrj-
aði á ræðunni, sem jeg hafði verið að hugsa um um dag-
inn. En nú fannst mjer það, sem jeg hafði hugsað þá,
ekki nærri nógu kröftugt, jeg hætti mjer lengra og lengra
út á Blondíns-þráð mælskunnar, og það hoppaði í mjer
hjartað við hverja sveiflu, sem kom á þráðinn. Mjer
fannst mjer farast svo ágætlega orð um þennan forvígis-
mann frelsisins, um þennan djarfmælta skörung, höfund
greinarinnar góðu, að mjer gat ekki komið annað til hugar,
en að hver sál yrði gagntekin af orðum mínum.
|>egar jeg var kominn talsvert fram í ræðuna, farinn
að tala heitast um frelsið og greinina, steig sessunautur
minn ofan á fótinn á mjer undir borðinu. Jeg hjelt að hann
væri að eins að mjaka sjer til á stólnum.
En rjett á eftir varð mjer litið framan í þennan til-
vonandi vin minn. Hann var rauður sem blóð, auga-
brýrnar hlupu ýmist saman í hnikla yfir nefinu, eða þær
sljettuðust aftur. Mjer varð litið á fleiri. f>að var svo
undarlegur vandræðasvipur á öllum, að jeg skildi hvorki
upp nje niður; sumir hristu höfuðið, sumir horfðu í