Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 128
128
BERTEL Ó. þORLEIFSSON.
Kvennhollari karlmenn leiða kvennahesta’ að bæjarstjett,
klæði’ og sessu’ í söðul breiða, svanni hoppar upp í ljett.
Móðirin kveður syni sína, sjeu heima ungir tveir,
biður að fari burtu ekki bænum frá. f>ví lofa þeir.
Svo er riðið bægt úr hlaði, hæfir ekki’ að taka sprett
á kirkjuför, en fjörspor sína fákar þó og stíga ljett.
Guðræknin af gumum lýsir, glens er ekkert hjer í för,
kemur seinna’, er heyrt þeir hafa helgan lestur, meira fjör.
Sveinar eftir hópnum horfa, hylzt ’ann sjónum jóareyk,
fram svo hesta, ieggi, leiða, líka vilja fara’ á kreik.
Allvel fákar aldir skeiða, upp um túnið reið þá ber,
þeir til kirkju hyggja halda, hóll í túni kirkjan er.
Leysa þeir úr leggjum snæri, leiða hesta sína’ á beit,
ganga svo í guðshús dýrsta glitum ofinn blómareit;
nú er annar orðinn prestur, allan söfnuð merkir hinn.
Látlaus prestur litlum munni lofar skapara beztan sinn.
|>á úr hálsi heyrist jarmur, hætta drengir messugjörð.
sjá hvar lömb í lyngmó hlaupa, leika, hoppa, kroppa börð.
Langar unga’ að leikjum ganga, lömb og móar teygja þá.
Segir hinn eldri: «Er það ei Höttur okkar sem jeg þarna sá?».
«Kondu! Yið skulum vita bróðir,vitahvaðhannerorðinnstór»
«Megum það ekki», mælir hinn yngri, «mamma bannaði það,
er fór».
«Já — en manstu ei mamma hefur margoft yfir vísu þá:
«Bíum, bíum bamba,
börnin litlu ramba
fram á fjallakamba
fús að leita lamba».
«Enginn veit það, aftur komum áður en fólkið kirkjufrá».