Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 13
H. IBSEN: «BRANÐBR».
13
er jeg lagði það burt þá
þreyta dauðans á mjer lá.
Brandur:
(nístir saman höndunnm som í kvölum).
Hlíf mjer guð, jeg get ei rofið,
get ei brotið síðsta hofið;
sendu annan, sje það rjett!
Agnes:
Sjá! bjer lít jeg tárablett! —
Hvílík prýði, perlum stungið,
píslum níst, og tárum þrungið;
valsins feiknir frá því skína —
það er heilög fórnarflík,
feldur hans við krýning sína.
0, hve jeg er enn þá rík!
(Það er barið hrikalega á útidyrnar ; Agnes hljóðar upp yfir sig og lítur upp,
og sjer þá B r a n d um leið. Hurðinni er hrundið upp, og kona í tötrum kemur
inn með barn á handleggnum.)
Konan:
(sjer barnafötin, og kallar til Agnesar)
Ríka kona, miðla mjer!
Agnes:
Móts við þig jeg fátæk er!
K o n a n:
Ha, þú ert þá öðrum lík,
orðagjálfri jafnan rík!
Br andur (kemur as);
Lýs mjer, hvers þú leitar hjer.
K o n a n:
Síst að þjer, því þú ert prestur!
þá er betra út að halda
út í bylinn ógnakalda,
en að heyra syndalestur;
fyr skal líf á flótta gjalda,
fjara rotin upp’ við sker,