Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 98
98
GESTTJR PÁLSSON:
Önnu sárnaði það, að hún fengi ekki svo mikið sem
að kveðja Jón, en hún huggaði sig við, að skilnaður þeirra
yrði ekki til lengdar.
Nú var Kristján búinn til ferðar og þau hjeldu af stað.
Kristján bar á bakinu koffort eitt ekki stórt. I því var
aleiga Önnu.
IV.
Gróa varð miður glöð við komu Önnu, þegar hún
heyrði hvernig stóð á málavöxtum. Sjálf þagði Anna að
mestu leyti, en ljet Kristján hafa fyrir því að halda svörum
uppi og skýra frá ferð sinni. En þegar Kristján dró upp tvo
ljómandi fallega gullpeninga, og fjekk Gróu frá þuríði á
Borg, þá fór heldur að hýrna yfir kellingu. Hún sagði
að í öllu væri sjáanleg rausn og höfðingskapur jþuríðar,
jafnvel í viðurgerning hennar við óverðuga.
Kristján ráðsmaður fór svo að búast til að fara, og
um leið og hann kvaddi Gróu gömlu sagði hún, að hún
skyldi reyna að lofa telpuríunni að vera, úr því svona væri
komið fyrir henni, það væri hvort sem er kristileg skylda
sín, vegna Bjargar systur sinnar, og um leið og hún nefndi
nafn systur sinnar tók hún svuntuhornið, og bar það upp
að augunum á víxl.
Svo fór Kristján á stað og Anna sat eftir í nýju
vistinni.
]?að var ekki margmennt þar á heimilinu. Maður
Gróu var dáinn fyrir mörgum árum, og höfðu þau átt eitt
barn, er lifði. pað var piltur, er porgeir hjet, og var um
þetta leyti maður hálfþrítugur. Hann var almennt kall-
aður þorgeir óviti, því hann var fábjáni. Hann gat reyndar
unnið flesta vinnu, sem fyrir kom, jafnt störf kvennasem
kalla, enda var hann manna stærstur vexti og sterkastur,
en ef sorg eða gleði kom flatt upp á hann, eða ef hann