Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 32
32
EIN'AR HJÖRLEIFSSON:
hefðu verið rjettir og sljettir fantar. En hann vissi að
konan hafði lifað mörg ár í hjónabandi og átt börn, sem
hún hafði borið undir móðurbrjóstum, barizt fyrir, alið
upp og elskað.
Eiginlega átti víst þessi veizla, eins og hún var, ekki
við; en svona var nú veröldin; hún vildi hafa það svona,
og hvað var þá annað fyrir hendi, en að sætta sig líka
við það?
Hann hvarflaði huganum til ýmsra manna, sem hann
þekkti, bæði þar í sveitinni og í Reykjavík, og þegar hann
fór að hugsa sig vel um, sá hann reyndar ekki, hvað
gæti verið á móti því, að menn drykkju sig drukkna eins
við það tækifæri, að þeir væru jarðaðir, eins og við önnur
tækifæri.
Honum þótti vænt um, að hafa komizt að einhverri
niðurstöðu og ætlaði að fara að hátta; en þá datt honum
allt i einu í hug Sigurbjörg, þar sem hún gekk um með
bakkana náföl og mændi tárgum augum til gestanna, eins
og hana langaði til að biðja þá að láta ekki mjög illa.
Hann kom henni einhvern veginn ekki inn í hópinn af
þessum mönnum, sem hann hafði verið að hugsa um, og var
orðinn þreyttur og leiður á.
Við það sat þangað til hann fór að hátta og sofa.
«Hú, nú, skárri er það fjöldinn, sem þyrpist í kirkj-
una í dag; það er auðsjeð að það er ekki hjerna okkar
gamli vanalegi prestur,» sagði einn af söngmönnunum við
orgelið í dómkirkjunni í Reykjavík í eyrað á þeim, sem
næstur honum stóð.
þ>að var rjett fyrir veturnæturnar, sama haustið, sem
móðir Sigurbjargar var grafin. Presturinn, sem ætlaði að
stíga í stólinn var ofan úr sveit, en hafði komið í kynnis-
för til höfuðstaðarins, og hafði lofað dómkirkjuprestinum